Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvöföldu endurkomubanni Árni Sæberg skrifar 7. mars 2024 12:15 Maðurinn var stöðvaður við komuna til Keflavíkurflugvallar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira