Um 280 börnum rænt í bænum Kuriga í Nígeríu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 08:22 Fólk safnast saman á svæðinu þar sem börnunum var rænt. AP Byssumenn á mótorhjólum hafa rænt yfir 280 skólabörnum í bænum Kuriga í Kaduna í Nígeríu. Nemendurnr höfðu safnasta saman á samkomustað í gær þegar mennirnir mættu vopnaðir á svæðið og tóku börnin með sér og einn kennara. Nemendurnir eru á aldrinum 8 til 15 ára. Mannránsgengi hafa rænt hundruðum barna og fullorðinna í Nígeríu síðastliðin ár en dregið hafði úr slíkum atvikum þar til nú. Mannránið var staðfest af Uba Sani, ríkisstjóra Kaduna. Að sögn ríkisstjórans var um 300 börnum rænt en 25 tókst að sleppa. Vitni sagði stúlku hafa verið skotna í árásinni og þá sagði kennari sem tókst að sleppa að íbúar hefðu freistað þess að koma börnunum til bjargar en verið fældir á brott af byssumönnunum. Einn hefði verið drepinn. Samkvæmt BBC eiga nær allar fjölskyldur í bænum barn í skólunum sem um ræðir, sem virðast hafa verið tveir, og herinn hefur heitið því að finna þau öll. Þetta er annað fjöldamannránið sem á sér stað í Nígeríu á aðeins nokkrum dögum en fyrir skömmu var konum og börnum rænt, að því er talið af Boko Haram, þegar þau voru að safna eldivið. Ekki er talið að tengsl séu á milli þessa atviks og mannránsins í dag. Stjórnvöld í Nígeríu settu lög árið 2022 til að freista þess að draga úr mannsránum en þau banna fólki meðal annars að greiða lausnargjald. Enginn hefur verið handtekinn á grundvelli laganna hingað til. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC. Nígería Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Nemendurnir eru á aldrinum 8 til 15 ára. Mannránsgengi hafa rænt hundruðum barna og fullorðinna í Nígeríu síðastliðin ár en dregið hafði úr slíkum atvikum þar til nú. Mannránið var staðfest af Uba Sani, ríkisstjóra Kaduna. Að sögn ríkisstjórans var um 300 börnum rænt en 25 tókst að sleppa. Vitni sagði stúlku hafa verið skotna í árásinni og þá sagði kennari sem tókst að sleppa að íbúar hefðu freistað þess að koma börnunum til bjargar en verið fældir á brott af byssumönnunum. Einn hefði verið drepinn. Samkvæmt BBC eiga nær allar fjölskyldur í bænum barn í skólunum sem um ræðir, sem virðast hafa verið tveir, og herinn hefur heitið því að finna þau öll. Þetta er annað fjöldamannránið sem á sér stað í Nígeríu á aðeins nokkrum dögum en fyrir skömmu var konum og börnum rænt, að því er talið af Boko Haram, þegar þau voru að safna eldivið. Ekki er talið að tengsl séu á milli þessa atviks og mannránsins í dag. Stjórnvöld í Nígeríu settu lög árið 2022 til að freista þess að draga úr mannsránum en þau banna fólki meðal annars að greiða lausnargjald. Enginn hefur verið handtekinn á grundvelli laganna hingað til. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC.
Nígería Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira