Sara áfram efst í The Open en Katrín Tanja á hraðri uppleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2024 06:30 Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig best af íslensku stelpunum. Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er áfram efst meðal íslenskra kvenna í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en nú er búið að fara yfir árangur keppenda í 24.2 á CrossFit Open. Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games CrossFit Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games
CrossFit Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira