Í frumvarpsdrögum segir að breytingarnar verði innleiddar í skrefum á árunum 2025 til 2028 og er ráðgert að það verði á eftirfarandi nótum:
- 2025: 124 millj. kr.
- 2026: 280 millj. kr.
- 2027: 490 millj. kr.
- 2028: 700 millj. kr.
Kostnaður við listamannalaunin eru í dag 978 milljónir. Breytingarnar verða innleiddar í skrefum á árunum 2025-2028 og er ráðgert að viðbótarkostnaður verði í heildina 700 milljónir þegar fullri hækkun er náð.
Þá er heildarkostnaðurinn 1678 milljónir. Mánaðaraukning fer úr 1600 í 2850 á 4 árum og er því tæplega tvöföldun.
Þetta er sagt í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar, sem fram kemur í sáttmála stjórnmálaflokkanna um ríkisstjórnarsamstarf, „að unnið skuli að því að styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna með sérstakri áherslu á að starfslaunin tryggi betur afkomu þeirra sem starfa í listum eða við skapandi greinar. Fjöldi starfslauna hefur haldist óbreyttur í 15 ár eða frá því að gildandi lög tóku gildi árið 2009.“
Breytingarnar fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Starfslaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.850 á tímabilinu og þremur nýjum sjóðum bætt við kerfið; Launasjóði kvikmyndahöfunda, Vexti sjóði 35 ára og yngri og Vegsemd sjóði listamanna 67 ára og eldri.