Á allt eins von á gosi um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2024 12:05 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur rýnir nótt sem dag í nýjustu gögn er varða jarðhræringar á Reykjanesskaganum. vísir/Arnar Halldórsson Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. Veðurstofan gaf það út í tilkynningu í gær að merki væru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður til að koma af stað eldgosi. Tímasetning á næsta mögulega gosi væri jafnframt þrungin meiri óvissu en áður. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur horfir nú til næstu daga. „Ef það kemur ekki til goss finnst mér líklegt að það sé komin tregða í aðfærslukerfið og að þessi gosrás sem notuð hefur verið í undanförnum gosum er kannski ekki eins greiðfær fyrir kvikuna eins og hefur verið,“ segir Þorvaldur. Kvikan gæti verið orðin deig, og þannig sterkari en áður - og þá haldið aftur af miklu álagi. Fyrir liggur að svipað magn af kviku hafi nú safnast undir Svartsengi og fyrir síðustu gos, rúmlega tíu milljón rúmmetrar. „Ef það er meiri samsöfnun á kviku heldur en það þá myndi ég halda það að það væri eitthvað sem stíflaði þessa gosrás sem hefur verið í gangi og þá gæti kvikan farið í aðrar áttir. Hún gæti farið þá í norðurhluta Sundhnúkareinarinnar eða jafnvel i suðurhluta Sundhnúkareinarinnar, sem væri mjög slæmt, en gæti líka stokkið í eldvarpareinina. Og þá myndi virknin færast frá þessum innviðum. En það er ekki nokkur leið fyrir okkur að spá fyrir um hvernig sú atburðarás verður. Kerfið er komið að þolmörkum og það kæmi mér ekkert á óvart að það gysi nú um helgina. En það getur líka farið á hinn veginn.“ Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gáfu út spá í gær sem vakti athygli; niðurstaða þeirra er sú að umbrotum við Grindavík ljúki nú síðsumars. Hvað gefurðu fyrir þetta? „Bara mjög áhugaverð spá. Þeir nota upplýsingar sem koma um innflæði á kviku og það virðist hafa dregið úr því með tíma. Og ef það ferli heldur áfram þá náttúrulega endar þetta. Þannig að þetta er bara mjög áhugaverð spá og verður gaman að fylgjast með og sjá hvort hún gangi eftir.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Veðurstofan gaf það út í tilkynningu í gær að merki væru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður til að koma af stað eldgosi. Tímasetning á næsta mögulega gosi væri jafnframt þrungin meiri óvissu en áður. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur horfir nú til næstu daga. „Ef það kemur ekki til goss finnst mér líklegt að það sé komin tregða í aðfærslukerfið og að þessi gosrás sem notuð hefur verið í undanförnum gosum er kannski ekki eins greiðfær fyrir kvikuna eins og hefur verið,“ segir Þorvaldur. Kvikan gæti verið orðin deig, og þannig sterkari en áður - og þá haldið aftur af miklu álagi. Fyrir liggur að svipað magn af kviku hafi nú safnast undir Svartsengi og fyrir síðustu gos, rúmlega tíu milljón rúmmetrar. „Ef það er meiri samsöfnun á kviku heldur en það þá myndi ég halda það að það væri eitthvað sem stíflaði þessa gosrás sem hefur verið í gangi og þá gæti kvikan farið í aðrar áttir. Hún gæti farið þá í norðurhluta Sundhnúkareinarinnar eða jafnvel i suðurhluta Sundhnúkareinarinnar, sem væri mjög slæmt, en gæti líka stokkið í eldvarpareinina. Og þá myndi virknin færast frá þessum innviðum. En það er ekki nokkur leið fyrir okkur að spá fyrir um hvernig sú atburðarás verður. Kerfið er komið að þolmörkum og það kæmi mér ekkert á óvart að það gysi nú um helgina. En það getur líka farið á hinn veginn.“ Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gáfu út spá í gær sem vakti athygli; niðurstaða þeirra er sú að umbrotum við Grindavík ljúki nú síðsumars. Hvað gefurðu fyrir þetta? „Bara mjög áhugaverð spá. Þeir nota upplýsingar sem koma um innflæði á kviku og það virðist hafa dregið úr því með tíma. Og ef það ferli heldur áfram þá náttúrulega endar þetta. Þannig að þetta er bara mjög áhugaverð spá og verður gaman að fylgjast með og sjá hvort hún gangi eftir.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44