Salvador á Djúpavogi reyndist heita Buszek og búa í Sandgerði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2024 11:01 Patrycja segir Buszek ekki hætta að knúsa sig eftir heimkomuna. Maríusz Zaworka Heimilislaus köttur sem fannst á Djúpavogi og gefið var nafnið Salvador reyndist í raun heita Buszek og eiga heimili í Sandgerði. Þaðan hvarf hann fyrir þremur árum síðan. Eigandinn segist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar hún rak augun í mynd af Buszek á Facebook síðu Villikatta á Austurlandi. „Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi. Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Þetta var ótrúlegt. Ég sat bara þarna og gapti. Ég vonaðist auðvitað alltaf eftir því að hann myndi finnast aftur en fannst það ákveðin falsvon. Svo kemur bara í ljós að hann er í einhverri sex hundruð kílómetra fjarlægð,“ segir Patrycja Magdalena Lica eigandi Buszek. Kannaðist strax við nafnið Villikettir á Austurlandi höfðu köttinn í sinni umsjón. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir á vegum samtakanna segir í samtali við Vísi að Buszek hafi verið í forsjá þeirra eftir að hafa leitað í rúmt ár í kjallara hjá konu á Djúpavogi. Ljóst sé að hann hafi verið heimilislaus þennan tíma frá 2022 til 2023 en Villikettir náðu honum í janúar. Enginn veit hvar kötturinn var staddur á milli ársins 2021 og 2022. „Við gáfum honum nafnið Salvador af því hann minnti okkur á Salvador Dalí með þetta flotta skegg. Svo þegar við kölluðum hann sínu rétta nafni þá mjálmaði hann strax á okkur og kannaðist greinilega alveg við nafnið sitt.“ Sonja segir ekki ljóst hvernig kötturinn hafi komist svo langa vegalengd. Patrycja hafi sem betur fer haft samband í tæka tíð en samtökin höfðu verið að leita nýrra eigenda fyrir köttinn þar sem enginn hafði gefið sig fram í rúma tvo mánuði. Buszek og Patrycja sameinuð á ný. Maríusz Zaworka Lætur Patrycju ekki í friði Buszek er kominn til síns heima í Sandgerði og Patrycja segir mikla fagnaðarfundi hafa orðið þegar hann kom aftur heim. Hann láti hana ekki í friði. „Hann man greinilega eftir heimilinu og virðist vera alveg hæstánægður að vera kominn aftur. Hann hættir ekki að mala og hefur bókstaflega knúsað mig hérna, ég má varla sleppa honum,“ segir Patrycja hlæjandi.
Dýr Múlaþing Suðurnesjabær Gæludýr Kettir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira