Grindvíkingar líklegastir til að taka þann stóra: „Þetta var ógeðslega sannfærandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 12:31 Grindvíkingar fóru illa með topplið Vals í Subway-deild karla í körfubolta í gær. Vísir/Diego Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja að Grindavík sé líklegasta liðið til að fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta í vor. Þeir Ómar Örn Sævarsson og Teitur Örlygsson voru mættir í þátt gærkvöldsins, ásamt stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni, til að gera upp 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Síðasti leikur umferðarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Grindavík tók á móti toppliði Vals þar sem Grindvíkingar völtuðu yfir Valsmenn með 31 stigs mun, 98-67. „Orkan í Grindavíkurliðinu var frábær í kvöld og varnarlega séð mæta þeir til leiks, eru ekkert eðlilega flottir og Valsmenn skora bara 67 stig,“ sagði Stefán Árni í upphafi innslagsins. „Þetta var oft og tíðum bara vandræðalegt hjá Val og þeir svona sýndu öðrum liðum hvað Valsmenn geta verið veikri. Það er kannski smá áhyggjuefni fyrir Val,“ bætti Teitur við eftir að þeir félagar höfðu lofsamað varnarleik Grindavíkur í dágóðan tíma. „Þetta var svo áberandi að Grindavík var búið að berja úr þeim allt sjálfstraust og þá var þetta bara eiginlega einstefna. Ef þeir væru að spila ennþá núna þá væri munurinn kominn í 60 stig.“ Næst fóru þeir yfir frábæran leik Dedrick Deon Basile sem skilaði 24 stigum og tíu stoðsendingum áður en þeir veltu fyrir sér hvort Grindvíkingar væru líklegastir til að fagna þeim stóra í vor. „Já, þeir tóku þann vafasama heiður af Val núna,“ sagði Teitur. „Þetta var ógeðslega sannfærandi,“ bætti Ómar við. „Eiginlega of sannfærandi. Þetta stressaði mig eiginlega smá. Að þetta myndi gefa manni einhverja falska von,“ sagði Ómar, sem lék með Grindavík í átta ár, að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grinvíkingar líklegastir til að taka þann stóra Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Þeir Ómar Örn Sævarsson og Teitur Örlygsson voru mættir í þátt gærkvöldsins, ásamt stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni, til að gera upp 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Síðasti leikur umferðarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Grindavík tók á móti toppliði Vals þar sem Grindvíkingar völtuðu yfir Valsmenn með 31 stigs mun, 98-67. „Orkan í Grindavíkurliðinu var frábær í kvöld og varnarlega séð mæta þeir til leiks, eru ekkert eðlilega flottir og Valsmenn skora bara 67 stig,“ sagði Stefán Árni í upphafi innslagsins. „Þetta var oft og tíðum bara vandræðalegt hjá Val og þeir svona sýndu öðrum liðum hvað Valsmenn geta verið veikri. Það er kannski smá áhyggjuefni fyrir Val,“ bætti Teitur við eftir að þeir félagar höfðu lofsamað varnarleik Grindavíkur í dágóðan tíma. „Þetta var svo áberandi að Grindavík var búið að berja úr þeim allt sjálfstraust og þá var þetta bara eiginlega einstefna. Ef þeir væru að spila ennþá núna þá væri munurinn kominn í 60 stig.“ Næst fóru þeir yfir frábæran leik Dedrick Deon Basile sem skilaði 24 stigum og tíu stoðsendingum áður en þeir veltu fyrir sér hvort Grindvíkingar væru líklegastir til að fagna þeim stóra í vor. „Já, þeir tóku þann vafasama heiður af Val núna,“ sagði Teitur. „Þetta var ógeðslega sannfærandi,“ bætti Ómar við. „Eiginlega of sannfærandi. Þetta stressaði mig eiginlega smá. Að þetta myndi gefa manni einhverja falska von,“ sagði Ómar, sem lék með Grindavík í átta ár, að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grinvíkingar líklegastir til að taka þann stóra
Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti