Fréttir um gosið eru ofarlega á miðlum BBC og CNN, en alls ekki eins áberandi á miðlum á borð við The Guardian, New York Times og Washington Post.
Gula pressan í Bretlandi fjallar einnig um Ísland. Bæði Daily Mail og The Sun velta fyrir sér og slá upp augnablikinu þegar gosið átti sér stað.
Norðurlöndin fylgjast líka með. Efstu fréttir hjá Verdens Gang, Aftonbladet, og Sænska ríkisútvarpinu, fjalla um eldgosið. Danska ríkisútvarpið gefur gosinu minni gaum, en sjötta efsta frétt miðilsins varðar gosið.