Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2024 13:56 Nái frumvarp fjármálaráðherra um söluna á Íslandsbanka fram að ganga verður bankinn að fullu kominn úr eign ríkisins á næsta ári. Vísir Frumvarp fjármálaráðherra um sölu á því sem eftir er af eign ríkisins í Íslandsbanka var afgreitt úr ríkisstjórn í morgun. Gert er ráð fyrir því af hlutirnir verði seldir almenningi í tveimur áföngum á þessu ári og næsta. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir frumvarpið nú fara til meðferðar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna áður en það verði formlega lagt fram á Alþingi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra vonar að hægt verði að byrja sölu á því sem eftir er af eign ríkisins í Íslandsbanka á þessu ári og ljúka sölunni á næsta ári.Stöð 2/Arnar „Það er forgangsmál að klára það verkefni," segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum veiti það ráðherra heimild til að ráðstafa því sem eftir er af Íslandsbanka. „Það verður gert í tveimur skrefum,“ segir fjármálaráðherra. Almenningi gefist kostur á að kaupa í bankanum. „Þetta er eins opið, almennt og gagnsætt og hægt var að smíða það. Þannig að almenningur sé í forgangi og allar upplýsiingar birtar," segir Þórdís Kolbrún. Milar deilur urðu um síðustu sölu ríkisins á Íslandsbanka sem leiddi að lokum til þess að Bjarni Benedikstsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Vonandi nái frumvarpið fram að ganga á yfirstandandi vorþingi þannig að hægt verði að hefja söluferlið í samræmi við áætlanir stjórnvalda í ríkisfjarmálum. „Ef frumvarpið verður að lögum núna á vorþingi, sem ég vona sannarlega að það geri, förum við í þennan undirbúning. Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir en við tökum þá fyrra skrefið á þessu ári og seinna skrefið á næsta ári,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslandsbanki Tengdar fréttir Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang. 22. febrúar 2024 16:59 Telur að forsætisráðherra hefði átt að óska eftir afsögn fyrir löngu Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að forsætisráðherra hefði átt að fara fram á að Bjarni Benediktsson segði af sér ráðherraembætti um leið og kom í ljós að faðir hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samkvæmt lögum hefði fjármálaráðherra átt að vita af aðild föður síns þegar hann samþykkti að selja hlutinn í bankanum. Þá myndi það hvergi gerast í nágrannalöndum að ráðherra sem segir af sér embætti sé samstundis orðaður við annan ráðherrastól. 11. október 2023 12:30 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 VR hættir viðskiptum við Íslandsbanka Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins. 18. ágúst 2023 09:50 Segir ríkisstjórnina verða að líta í eigin barm í Íslandsbankamálinu Þingkona Viðreisnar og meðlimur fjárlaganefnar Alþingis segir Íslandsbankamálinu langt frá því að vera lokið og að enn eigi eftir að skoða betur pólitíska ábyrgð í málinu. Hún bíður þess að fjárlaganefnd komi saman. 29. júlí 2023 13:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir frumvarpið nú fara til meðferðar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna áður en það verði formlega lagt fram á Alþingi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra vonar að hægt verði að byrja sölu á því sem eftir er af eign ríkisins í Íslandsbanka á þessu ári og ljúka sölunni á næsta ári.Stöð 2/Arnar „Það er forgangsmál að klára það verkefni," segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Verði frumvarpið að lögum veiti það ráðherra heimild til að ráðstafa því sem eftir er af Íslandsbanka. „Það verður gert í tveimur skrefum,“ segir fjármálaráðherra. Almenningi gefist kostur á að kaupa í bankanum. „Þetta er eins opið, almennt og gagnsætt og hægt var að smíða það. Þannig að almenningur sé í forgangi og allar upplýsiingar birtar," segir Þórdís Kolbrún. Milar deilur urðu um síðustu sölu ríkisins á Íslandsbanka sem leiddi að lokum til þess að Bjarni Benedikstsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Vonandi nái frumvarpið fram að ganga á yfirstandandi vorþingi þannig að hægt verði að hefja söluferlið í samræmi við áætlanir stjórnvalda í ríkisfjarmálum. „Ef frumvarpið verður að lögum núna á vorþingi, sem ég vona sannarlega að það geri, förum við í þennan undirbúning. Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir en við tökum þá fyrra skrefið á þessu ári og seinna skrefið á næsta ári,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslandsbanki Tengdar fréttir Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang. 22. febrúar 2024 16:59 Telur að forsætisráðherra hefði átt að óska eftir afsögn fyrir löngu Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að forsætisráðherra hefði átt að fara fram á að Bjarni Benediktsson segði af sér ráðherraembætti um leið og kom í ljós að faðir hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samkvæmt lögum hefði fjármálaráðherra átt að vita af aðild föður síns þegar hann samþykkti að selja hlutinn í bankanum. Þá myndi það hvergi gerast í nágrannalöndum að ráðherra sem segir af sér embætti sé samstundis orðaður við annan ráðherrastól. 11. október 2023 12:30 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 VR hættir viðskiptum við Íslandsbanka Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins. 18. ágúst 2023 09:50 Segir ríkisstjórnina verða að líta í eigin barm í Íslandsbankamálinu Þingkona Viðreisnar og meðlimur fjárlaganefnar Alþingis segir Íslandsbankamálinu langt frá því að vera lokið og að enn eigi eftir að skoða betur pólitíska ábyrgð í málinu. Hún bíður þess að fjárlaganefnd komi saman. 29. júlí 2023 13:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang. 22. febrúar 2024 16:59
Telur að forsætisráðherra hefði átt að óska eftir afsögn fyrir löngu Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að forsætisráðherra hefði átt að fara fram á að Bjarni Benediktsson segði af sér ráðherraembætti um leið og kom í ljós að faðir hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samkvæmt lögum hefði fjármálaráðherra átt að vita af aðild föður síns þegar hann samþykkti að selja hlutinn í bankanum. Þá myndi það hvergi gerast í nágrannalöndum að ráðherra sem segir af sér embætti sé samstundis orðaður við annan ráðherrastól. 11. október 2023 12:30
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47
VR hættir viðskiptum við Íslandsbanka Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins. 18. ágúst 2023 09:50
Segir ríkisstjórnina verða að líta í eigin barm í Íslandsbankamálinu Þingkona Viðreisnar og meðlimur fjárlaganefnar Alþingis segir Íslandsbankamálinu langt frá því að vera lokið og að enn eigi eftir að skoða betur pólitíska ábyrgð í málinu. Hún bíður þess að fjárlaganefnd komi saman. 29. júlí 2023 13:00