Bað hennar við sólsetrið á 100 mánaða afmælinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. mars 2024 07:00 Leikkonan, söngkonan og handritshöfundurinn Silja Rós ræddi við blaðamann um listina, ástina, lífið og þættina Skvíz. Vísir/Vilhelm Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð. Hér má sjá stiklu úr þáttunum Skvíz: Klippa: SKVÍZ - Stikla Sannar íslenskar stefnumótasögur Silja Rós skrifaði þættina upphaflega með Tönju Björk og Hlín Ágústsdóttur. Síðar kom Ólöf Birna Torfadóttir inn í verkefnið með þeim. „Ég, Tanja og Hlín byrjuðum að vinna þetta þrjár þegar við vorum allar saman úti í LA í leiklistarnámi í sama skólanum. Þetta var okkar leið til að búa okkur til eitthvað verkefni eftir útskrift. Við byrjuðum að vinna þetta út frá okkar eigin sögum úr lífinu. Titillinn fyrst var Sannar íslenskar stefnumótasögur,“ segir Silja og skellir upp úr. „Við sátum á kaffihúsum í LA að ræða þetta og sem betur fer skildi okkur enginn þar því við vorum að deila alls konar skrautlegum sögum úr lífum okkar.“ Þegar þær voru allar fluttar heim til Íslands fóru þær með verkefnið til framleiðslufyrirtækisins Glassriver og þá fór boltinn að rúlla. Reynir Lyngdal kom svo inn heim leikstjóri. „Sögurnar byrjuðu sem óritskoðaðar upplifanir úr okkar lífi sem hafa svo þróast. Við vorum líka mikið að velta fyrir okkur hvers konar týpur okkur langaði að leika. Við vildum setja fram mannlegar, áhugaverðar kvenpersónur sem eru frekar breyskar og ófullkomnar. Við bjuggum til þessar þrjár manneskjur og fórum að raða sögunum saman. Auðvitað er einhver sannleikur eftir en aðrar sögur eru algjörlega búnar til.“ Silja Rós var búsett í Los Angeles þegar að hugmyndin að þáttunum kviknaði. Vísir/Vilhelm Sammannlegt ástand að verða vandræðalegur Silja Rós er búin að vera í sambandi í um níu ár og er því langt síðan hún fór síðast á fyrsta deit. „En í gegnum tíðina höfum við allar farið á ýmis stefnumót, mis skemmtileg, segir Silja og hlær. Það er náttúrulega bara partur af þessu. Maður hefur hitt alls konar fólk. Maður getur líka sjálfur verið hálf misheppnaður og lent í vandræðalegum atvikum. Við erum bara mannleg, ég held að það sé líka eitthvað sem allir geta speglað sig í. Öll upplifum við vandræðaleika, það er sammannlegt ástand.“ Áhugavert að vera báðum megin við Silja Rós hefur tekið þátt í ýmsum skapandi verkefnum og sömuleiðis farið í ótal margar prufur fyrir fjölbreytt verkefni. Blaðamaður spyr hana hvort hún telji það þægilegra að vera báðum megin við, í handritaskrifum og í hlutverki. „Ég hef gert bæði en þetta er alveg klárlega hraðari leið inn, upplifi ég. Ég er svo óþolinmóð og það er svo mikill sköpunarkraftur sem ólgar innra með mér. Ef ég næ honum ekki út þá verð ég hálf ómöguleg. Ég er svo ofvirk að ég verð að gera eitthvað við þessa orku. Ég er ekki týpan sem situr við símann. Ég verð að vera á fullu, með marga bolta á lofti og svo haldast einhverjir á meðan annað gengur ekki upp. Mér hefur þótt skrifin skemmtileg leið til að halda mér upptekinni. Ég byrjaði á því að vera að skrifa stuttmyndir og framleiða þær. Svo hef ég líka sett þetta í tónlistina. Það er alveg auðveldara að fá að segja stórar sögur og vera í aðalhlutverki með því að koma sjálf að söguþræðinum. Þótt að það sé náttúrulega ekki sjálfgefið, að sjónvarpsstöðvar pikki það upp. Við vorum vissulega búnar að vinna virkilega mikið í efninu þegar við fórum að kynna það og það var búið að vera í sífelldri þróun. Þetta gekk upp í fyrstu tilraun, sem gerist ekki alltaf.“ Silja Rós segist hingað til hafa tekið að sér ýmis aukahlutverk. „En ég held jú að þetta sé hraðari leið til þess að verða aðal,“ segir Silja kímin. Silja Rós á erfitt með að sitja við símann og bíða eftir hlutverki. Hún segir að það hafi verið lærdómsríkt og skemmtilegt að vera báðum megin við, sem handritshöfundur og leikkona. Vísir/Vilhelm Þolinmæðisvinna en allt fór sem ætlaði Stelpurnar útskrifuðust árið 2018 úr American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles og hefur verkefnið því verið í bígerð í sex ár. „Rétt fyrir Covid vorum við komnar langt við að landa verkefni inn á sjónvarpsstöð en svo frestaðist það. Þannig að það var alveg líka þolinmæðisvinna þá.“ Hún segir að eftir á að hyggja hafi þó allt farið eins og það átti að fara. „Þegar að þetta smellur saman og verkefnið fer af stað sér maður að þetta er að fara nákvæmlega eins og þetta átti að vera. Við erum með algjörlega rétta fólkið og allt nákvæmlega núna. Það er erfitt að treysta því í mómentinu þegar maður fær öll nei-in og hlutirnir fara ekki eins og þú vilt, en það er auðvelt að sjá þetta eftir á. Núna er ég mjög þakklát að við höfum fengið tíma og tækifæri til þess að endurskrifa, laga, fá góða ráðgjöf og þróa þetta. Maður er búinn að læra svo mikið sem handritshöfundur og þarf oft auka augu til að spotta og sjá hvað virkar.“ Silja Rós segist þakklát að ferlið við gerð þáttanna hafi tekið sinn tíma. Allt hafi farið nákvæmlega eins og það átti að fara. Vísir/Vilhelm Auðveldara að fá nei núna Silja segir margt standa upp úr í ferlinu og sömuleiðis hafi það verið ótrúlega lærdómsríkt. „Hér er maður auðvitað báðum megin við. Ég fékk smá innsýn í prufu ferlið sem var mjög heilbrigt. Að sjá hvernig það fer fram og hvað það er mikið sem spilar inn í að fólk fái hlutverkið. Ég fór í fullt af prufum í LA, fékk helling af nei-um og einhver já en maður æfði svolítið prufuvöðvann. Ég held að ég skilji betur núna hverju fólki er að leita að og ég tek því líka ekki eins nærri mér að fá nei, því það er svo ótrúlega margt sem getur spilað inn í hvort manneskja fái hlutverk. Til dæmis hvaða aðrir leikarar eru ráðnir inn, útlit sem passar við akkúrat, orkan sem passar inn í hópinn og alls konar. Það er ekki alltaf bara hæfileikarnir sem skipta máli það er svo margt annað sem spilar inn í.“ Þrátt fyrir hæðir og lægðir í bransanum segist Silja Rós aldrei hafa séð eftir því að velja þessa skapandi leið í lífinu. „Nei ég sé alls ekki eftir því. Ég fúnkera best í ástríðunni minni, þar næ ég líka svona hyper fókus. Ég vil helst bara vera að skapa hvort sem það er semja tónlist, skrifa handrit, leika eða syngja. Akkúrat núna er það þar sem áhugasviðið mitt liggur. Ég myndi ekki vilja gera neitt öðruvísi eða gera neitt annað.“ View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Berskjölduð í tónlistinni Tónlist og leiklist hefur alltaf verið ástríða Silju Rósar og leyfir hún sér sérstaklega að vera hrá og einlæg í lögum sínum. „Ég er alltaf berskjölduð í gegnum tónlistina og ég byggi margar hugmyndir frá mínu lífi. Ég held að ég tjái tilfinningar mjög mikið í gegnum tónlist. Svo fer það alltaf eftir því hversu mikið maður treystir sér til að tala um viðfangsefnið. Stundum er líka gaman að veita smá svigrúm og leyfa fólki að túlka út frá sjálfu sér. Þetta er fín lína, hvenær vill maður segja sína sögu og hvenær vill maður leyfa listinni að tala sínu.“ Silja Rós sendi nýverið frá sér lagið The Way You Smile. „Lagið fjallar um unnusta minn. Hann er búinn að vera að vinna tónlist með mér í mörg ár þannig að hann hefur þurft að spila öll lögin um hina einstaklingana úr fortíðinni,“ segir Silja og hlær. „Hann hefur fengið nokkur lög samt um sig en það var kominn tími á annað ástarlag til hans. Ég samdi það eiginlega bara um það hvað það er mikilvægt að hafa svona klett í sínu lífi sem jarðtengir mann. Ég er svo mikið út um allt og hann er minn klettur. Ég samdi þetta lag fyrir nokkrum árum síðan og fannst við hæfi að gefa það út stuttu eftir trúlofunina, gefa honum smá gjöf. Hér má heyra lagið The Way You Smile: Klippa: Silja Rós - The Way You Smile Bað hennar á 100 mánaða afmælinu Silja Rós og unnusti hennar Magnús trúlofuðu sig í nóvember síðastliðinn. „Hann fór með mig á staðinn sem hann bauð mér á á fyrsta deitinu okkar. Þetta er sólseturs staður við sjóinn og við höfum farið þangað á hverju ári eftir það.“ Tímasetningin var ansi skemmtileg hjá parinu. „Það fyndna við þetta er að Sóley, karakterinn minn í þáttunum, kann rosalega mikið að meta sambandsafmæli. Í fyrsta þættinum er hún að fagna 100 mánaða sambandsafmæli sínu. Magnús unnusti minn les handritið og finnst þetta mjög skemmtileg staðreynd. Þannig að á 100 mánaða afmæli okkar þá bað hann mín,“ segir Silja og brosir út að eyrum. View this post on Instagram A post shared by Si minn (@siminnisland) Skvíz fara sem áður segir í loftið í næstu viku, 27. mars á Sjónvarpi Símans. Halldór Eldjárn skapaði tónheim seríunnar og var áhersla lögð á frumsamda tónlist í bland við íslenska tónlist. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hér má sjá stiklu úr þáttunum Skvíz: Klippa: SKVÍZ - Stikla Sannar íslenskar stefnumótasögur Silja Rós skrifaði þættina upphaflega með Tönju Björk og Hlín Ágústsdóttur. Síðar kom Ólöf Birna Torfadóttir inn í verkefnið með þeim. „Ég, Tanja og Hlín byrjuðum að vinna þetta þrjár þegar við vorum allar saman úti í LA í leiklistarnámi í sama skólanum. Þetta var okkar leið til að búa okkur til eitthvað verkefni eftir útskrift. Við byrjuðum að vinna þetta út frá okkar eigin sögum úr lífinu. Titillinn fyrst var Sannar íslenskar stefnumótasögur,“ segir Silja og skellir upp úr. „Við sátum á kaffihúsum í LA að ræða þetta og sem betur fer skildi okkur enginn þar því við vorum að deila alls konar skrautlegum sögum úr lífum okkar.“ Þegar þær voru allar fluttar heim til Íslands fóru þær með verkefnið til framleiðslufyrirtækisins Glassriver og þá fór boltinn að rúlla. Reynir Lyngdal kom svo inn heim leikstjóri. „Sögurnar byrjuðu sem óritskoðaðar upplifanir úr okkar lífi sem hafa svo þróast. Við vorum líka mikið að velta fyrir okkur hvers konar týpur okkur langaði að leika. Við vildum setja fram mannlegar, áhugaverðar kvenpersónur sem eru frekar breyskar og ófullkomnar. Við bjuggum til þessar þrjár manneskjur og fórum að raða sögunum saman. Auðvitað er einhver sannleikur eftir en aðrar sögur eru algjörlega búnar til.“ Silja Rós var búsett í Los Angeles þegar að hugmyndin að þáttunum kviknaði. Vísir/Vilhelm Sammannlegt ástand að verða vandræðalegur Silja Rós er búin að vera í sambandi í um níu ár og er því langt síðan hún fór síðast á fyrsta deit. „En í gegnum tíðina höfum við allar farið á ýmis stefnumót, mis skemmtileg, segir Silja og hlær. Það er náttúrulega bara partur af þessu. Maður hefur hitt alls konar fólk. Maður getur líka sjálfur verið hálf misheppnaður og lent í vandræðalegum atvikum. Við erum bara mannleg, ég held að það sé líka eitthvað sem allir geta speglað sig í. Öll upplifum við vandræðaleika, það er sammannlegt ástand.“ Áhugavert að vera báðum megin við Silja Rós hefur tekið þátt í ýmsum skapandi verkefnum og sömuleiðis farið í ótal margar prufur fyrir fjölbreytt verkefni. Blaðamaður spyr hana hvort hún telji það þægilegra að vera báðum megin við, í handritaskrifum og í hlutverki. „Ég hef gert bæði en þetta er alveg klárlega hraðari leið inn, upplifi ég. Ég er svo óþolinmóð og það er svo mikill sköpunarkraftur sem ólgar innra með mér. Ef ég næ honum ekki út þá verð ég hálf ómöguleg. Ég er svo ofvirk að ég verð að gera eitthvað við þessa orku. Ég er ekki týpan sem situr við símann. Ég verð að vera á fullu, með marga bolta á lofti og svo haldast einhverjir á meðan annað gengur ekki upp. Mér hefur þótt skrifin skemmtileg leið til að halda mér upptekinni. Ég byrjaði á því að vera að skrifa stuttmyndir og framleiða þær. Svo hef ég líka sett þetta í tónlistina. Það er alveg auðveldara að fá að segja stórar sögur og vera í aðalhlutverki með því að koma sjálf að söguþræðinum. Þótt að það sé náttúrulega ekki sjálfgefið, að sjónvarpsstöðvar pikki það upp. Við vorum vissulega búnar að vinna virkilega mikið í efninu þegar við fórum að kynna það og það var búið að vera í sífelldri þróun. Þetta gekk upp í fyrstu tilraun, sem gerist ekki alltaf.“ Silja Rós segist hingað til hafa tekið að sér ýmis aukahlutverk. „En ég held jú að þetta sé hraðari leið til þess að verða aðal,“ segir Silja kímin. Silja Rós á erfitt með að sitja við símann og bíða eftir hlutverki. Hún segir að það hafi verið lærdómsríkt og skemmtilegt að vera báðum megin við, sem handritshöfundur og leikkona. Vísir/Vilhelm Þolinmæðisvinna en allt fór sem ætlaði Stelpurnar útskrifuðust árið 2018 úr American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles og hefur verkefnið því verið í bígerð í sex ár. „Rétt fyrir Covid vorum við komnar langt við að landa verkefni inn á sjónvarpsstöð en svo frestaðist það. Þannig að það var alveg líka þolinmæðisvinna þá.“ Hún segir að eftir á að hyggja hafi þó allt farið eins og það átti að fara. „Þegar að þetta smellur saman og verkefnið fer af stað sér maður að þetta er að fara nákvæmlega eins og þetta átti að vera. Við erum með algjörlega rétta fólkið og allt nákvæmlega núna. Það er erfitt að treysta því í mómentinu þegar maður fær öll nei-in og hlutirnir fara ekki eins og þú vilt, en það er auðvelt að sjá þetta eftir á. Núna er ég mjög þakklát að við höfum fengið tíma og tækifæri til þess að endurskrifa, laga, fá góða ráðgjöf og þróa þetta. Maður er búinn að læra svo mikið sem handritshöfundur og þarf oft auka augu til að spotta og sjá hvað virkar.“ Silja Rós segist þakklát að ferlið við gerð þáttanna hafi tekið sinn tíma. Allt hafi farið nákvæmlega eins og það átti að fara. Vísir/Vilhelm Auðveldara að fá nei núna Silja segir margt standa upp úr í ferlinu og sömuleiðis hafi það verið ótrúlega lærdómsríkt. „Hér er maður auðvitað báðum megin við. Ég fékk smá innsýn í prufu ferlið sem var mjög heilbrigt. Að sjá hvernig það fer fram og hvað það er mikið sem spilar inn í að fólk fái hlutverkið. Ég fór í fullt af prufum í LA, fékk helling af nei-um og einhver já en maður æfði svolítið prufuvöðvann. Ég held að ég skilji betur núna hverju fólki er að leita að og ég tek því líka ekki eins nærri mér að fá nei, því það er svo ótrúlega margt sem getur spilað inn í hvort manneskja fái hlutverk. Til dæmis hvaða aðrir leikarar eru ráðnir inn, útlit sem passar við akkúrat, orkan sem passar inn í hópinn og alls konar. Það er ekki alltaf bara hæfileikarnir sem skipta máli það er svo margt annað sem spilar inn í.“ Þrátt fyrir hæðir og lægðir í bransanum segist Silja Rós aldrei hafa séð eftir því að velja þessa skapandi leið í lífinu. „Nei ég sé alls ekki eftir því. Ég fúnkera best í ástríðunni minni, þar næ ég líka svona hyper fókus. Ég vil helst bara vera að skapa hvort sem það er semja tónlist, skrifa handrit, leika eða syngja. Akkúrat núna er það þar sem áhugasviðið mitt liggur. Ég myndi ekki vilja gera neitt öðruvísi eða gera neitt annað.“ View this post on Instagram A post shared by SILJA RO S (@silja.ros) Berskjölduð í tónlistinni Tónlist og leiklist hefur alltaf verið ástríða Silju Rósar og leyfir hún sér sérstaklega að vera hrá og einlæg í lögum sínum. „Ég er alltaf berskjölduð í gegnum tónlistina og ég byggi margar hugmyndir frá mínu lífi. Ég held að ég tjái tilfinningar mjög mikið í gegnum tónlist. Svo fer það alltaf eftir því hversu mikið maður treystir sér til að tala um viðfangsefnið. Stundum er líka gaman að veita smá svigrúm og leyfa fólki að túlka út frá sjálfu sér. Þetta er fín lína, hvenær vill maður segja sína sögu og hvenær vill maður leyfa listinni að tala sínu.“ Silja Rós sendi nýverið frá sér lagið The Way You Smile. „Lagið fjallar um unnusta minn. Hann er búinn að vera að vinna tónlist með mér í mörg ár þannig að hann hefur þurft að spila öll lögin um hina einstaklingana úr fortíðinni,“ segir Silja og hlær. „Hann hefur fengið nokkur lög samt um sig en það var kominn tími á annað ástarlag til hans. Ég samdi það eiginlega bara um það hvað það er mikilvægt að hafa svona klett í sínu lífi sem jarðtengir mann. Ég er svo mikið út um allt og hann er minn klettur. Ég samdi þetta lag fyrir nokkrum árum síðan og fannst við hæfi að gefa það út stuttu eftir trúlofunina, gefa honum smá gjöf. Hér má heyra lagið The Way You Smile: Klippa: Silja Rós - The Way You Smile Bað hennar á 100 mánaða afmælinu Silja Rós og unnusti hennar Magnús trúlofuðu sig í nóvember síðastliðinn. „Hann fór með mig á staðinn sem hann bauð mér á á fyrsta deitinu okkar. Þetta er sólseturs staður við sjóinn og við höfum farið þangað á hverju ári eftir það.“ Tímasetningin var ansi skemmtileg hjá parinu. „Það fyndna við þetta er að Sóley, karakterinn minn í þáttunum, kann rosalega mikið að meta sambandsafmæli. Í fyrsta þættinum er hún að fagna 100 mánaða sambandsafmæli sínu. Magnús unnusti minn les handritið og finnst þetta mjög skemmtileg staðreynd. Þannig að á 100 mánaða afmæli okkar þá bað hann mín,“ segir Silja og brosir út að eyrum. View this post on Instagram A post shared by Si minn (@siminnisland) Skvíz fara sem áður segir í loftið í næstu viku, 27. mars á Sjónvarpi Símans. Halldór Eldjárn skapaði tónheim seríunnar og var áhersla lögð á frumsamda tónlist í bland við íslenska tónlist.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira