Fleiri munu geta sótt um greiðsluaðlögun eftir breytingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2024 09:00 Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir breytingarnar mikla búbót. einar árnason Fleiri munu geta leitað greiðsluaðlögunar en áður þegar skilyrði fyrir úrræðinu verða rýmkuð með nýjum lögum. Þetta segir yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara sem fagnar breytingunum. Lagabreytingarnar taka gildi þann fyrsta apríl en markmið þeirra er að bæta úrræði um greiðsluaðlögun og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari. „Embættið fær nú heimild til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðlánum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir við ákveðnar aðstæður. Og þá fær embættið jafnframt rýmri heimildir til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja lægri afborganir,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Á meðan samningaviðræður standa yfir geti skuldari að uppfylltum ákveðnum skilyrðum einnig óskað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar. „Og þá er verið að lækka veðskuldir niður að markaðsverðmæti eignarinnar.“ Lovísa Ósk er yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara.aðsend Þá verða skilyrði greiðsluaðlögunar rýmkuð og munu fleiri geta leitað í úrræðið eftir breytingarnar. „Til að mynda geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis farið í úrræðið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Í tilkynningu sem umboðsmaður skuldara sendi á fjölmiðla í dag kemur fram að þeim sem leita til embættisins vegna fjárhagsvanda fari fjölgandi. Umboðsmaður sagði ljóst að efnahagsástandið sé farið að bitna á fólki en umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað hjá embættinu. Lovísa segir þessar nýju lagabreytingar taki að miklu leyti á því efnahagsástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu í kjölfar tíðra vaxtahækkana. „Við erum að fá betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum og þá erum við jafnframt að horfa til þess hóps sem mögulega mun glíma við yfirveðsetningu í framtíðinni.“ Fjármál heimilisins Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Lagabreytingarnar taka gildi þann fyrsta apríl en markmið þeirra er að bæta úrræði um greiðsluaðlögun og gera málsmeðferðina skýrari og skilvirkari. „Embættið fær nú heimild til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðlánum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir við ákveðnar aðstæður. Og þá fær embættið jafnframt rýmri heimildir til að leggja til við kröfuhafa að samþykkja lægri afborganir,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Á meðan samningaviðræður standa yfir geti skuldari að uppfylltum ákveðnum skilyrðum einnig óskað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar. „Og þá er verið að lækka veðskuldir niður að markaðsverðmæti eignarinnar.“ Lovísa Ósk er yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara.aðsend Þá verða skilyrði greiðsluaðlögunar rýmkuð og munu fleiri geta leitað í úrræðið eftir breytingarnar. „Til að mynda geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis farið í úrræðið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Í tilkynningu sem umboðsmaður skuldara sendi á fjölmiðla í dag kemur fram að þeim sem leita til embættisins vegna fjárhagsvanda fari fjölgandi. Umboðsmaður sagði ljóst að efnahagsástandið sé farið að bitna á fólki en umsækjendum sem eru með vinnu hefur fjölgað hjá embættinu. Lovísa segir þessar nýju lagabreytingar taki að miklu leyti á því efnahagsástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu í kjölfar tíðra vaxtahækkana. „Við erum að fá betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum og þá erum við jafnframt að horfa til þess hóps sem mögulega mun glíma við yfirveðsetningu í framtíðinni.“
Fjármál heimilisins Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira