Rafn spilaði eina viðureign í íslenska Stórmeistaramótinu í Counter-Strike sem er í gangi þessa dagana. Rafn „Sterling“ spilaði með liðinu GooDCompany sem spilaði þrjár viðureignir á mótinu en sigraði enga. Rafn lék gegn lið NOCCO Dusty, en Dusty hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar og eru eitt af sterkustu liðum landsins. Náði hann þá að fella andstæðinga 23 sinnum í leiknum og gerði 60 skaða að meðaltali í lotu.
Þrátt fyrir að ná ekki langt á Stórmeistaramótinu hefur Rafn nú undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni og getur því talist fyrsti maðurinn til að sitja á þingi og keppa á rafíþróttamóti hérlendis.
Stórmeistaramótinu í Counter-Strike lýkur um helgina með úrslitakeppni. Fylgjast má nánar með á Frag.is