Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2024 20:02 Strákarnir í Ascent Soccer klæðast margir íslenskum landsliðstreyjum á æfingum í Malaví. vísir/Einar Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar
Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira