Dregið úr gosinu en land rís enn Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:42 Dregið hefur úr eldgosinu en gasmengun er enn mikil. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem dregið hafi úr eldgosinu við Sundhnúksgíga síðasta sólarhringinn. Virkni í gígunum er minni og mögulega slökknað í minnstu gígunum. GPS-mælingar síðustu daga benda þó til þess að landris sé í gangi í Svartsengi, en mun hægara en áður. Það bendir til þess að enn safnist kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt eldgos sé í gangi. Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Þetta segir í uppfærðri færslu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gosórói hafi einnig minnkað mjög hægt og rólega undanfarna daga. Meginhraunstraumurinn renni frá gígunum fyrst í suður og beygi síðan til vesturs. Um helgina hafi hraun haldið áfram að flæða í Melhólsnámuna og hafi nú fyllt hana en haldi áfram að þykkna nær gígunum. Há gildi brennisteinsdíoxíðs Þá segir að há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafi mælst í Höfnum og Grindavík síðustu daga og í dag. Þessi styrkur sé talinn mjög óhollur og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt sé að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta eigi ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra, eins og vinnueftirlitið bendi á, þá þurfi fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun. Fólki á svæðinu er bent á að fylgjast með á loftgæði og kynna sér viðbrögð við loftmengun frá eldgosinu. Veðurspáin um og eftir hádegi í dag (mánudag) sé norðaustan 3 til átta metrar á sekúndu á gosstöðvunum og gasmengunin berist því til suðvesturs, yfir Grindavík og Svartsengi, auk þess sem gas gæti safnast saman nærri gosstöðvunum því vindur verði fremur hægur. Í kvöld, nótt og framan af morgundegi sé útlit fyrir austan 8 til 13 metra á sekúndu á gosstöðvunum og mengunin berist þá til vesturs, meðal annars yfir Hafnir. Á þessu tímabili sé einnig mögulegt að vindur verði suðaustlægur um tíma og gæti mengunar þá orðið vart í Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Gasdreifingarspá er að finna hér. Hættumat óbreytt Loks segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi frá klukkan 15 í dag til 2. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar séu á hættumatinu og hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (Svæði 3) þar sem hún sé metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) sé áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungur, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Veðurstofa Íslands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira