Ísland að tapa í slagnum um ferðamenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 16:01 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir neikvæð teikn á lofti í ferðaþjónustu. Vísir Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um fjórðung síðustu tólf mánuði hefur orðið samdráttur í fjölda gistinótta og meðaleyðslu ferðamanna að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta geti haft margvísleg neikvæð áhrif á þjóðarbúið. Mikilvægt sé að Íslandsstofa hefji aftur markaðssetningu á landinu. Í nýrri samantekt Ferðamálastofu um lykiltölur í ferðaþjónustu kemur fram að heildarfjöldi ferðamanna hér á landi síðustu tólf mánuði hafi aukist um tæplega tuttugu og fimm prósent. Til samanburðar var fjölgunin hundrað og tuttugu prósent árið á undan. Þá hefur herbergjanýting dregist saman á öllu landinu síðustu mánuði. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu segir ýmis neikvæð teikn á lofti í greininni. „Það er áhyggjuefni að þótt að við sjáum fjölda ferðamanna aukast á fyrstu mánuðum ársins þá er gistinóttum að fækka og minni verðmæti að skila sér í þjóðarbúið en áður. Hver ferðamaður er að stoppa skemur, gistir færri nætur og eyðir minna en áður. Þetta er þróun sem við viljum alls ekki sjá,“ segir Jóhannes. Ýmsar ástæður séu fyrir þessu. „Við erum orðin dýrari áfangastaður en margir áfangastaðir í kringum okkur, við erum með þrálátari verðbólgu en önnur lönd og hærri vexti. Þá höfum við tapað niður forskoti sem við höfðum í markaðssetningu á landinu en stjórnvöld hættu að leggja sérstakt fé í neytendamarkaðssetningu á Íslandi árið 2022 og það hefur mikil áhrif. Á sama tíma hefur verið lögð aukin áhersla á markaðssetningu í öðrum löndum,“ segir hann. Jóhannes segir mikilvægt að snúa þessu við. „Ef við viljum fá betur borgandi ferðamenn til landsins eins og stjórnmálamenn benda stundum á, þá þarf að hafa stöðugar markaðsherferðir í gangi hjá Íslandsstofu sem kynna landið en ekki þessi sífelldu átaksverkefni eins og reyndin hefur verið undanfarið,“ segir Jóhannes að lokum. Ferðamennska á Íslandi Atvinnurekendur Efnahagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Í nýrri samantekt Ferðamálastofu um lykiltölur í ferðaþjónustu kemur fram að heildarfjöldi ferðamanna hér á landi síðustu tólf mánuði hafi aukist um tæplega tuttugu og fimm prósent. Til samanburðar var fjölgunin hundrað og tuttugu prósent árið á undan. Þá hefur herbergjanýting dregist saman á öllu landinu síðustu mánuði. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu segir ýmis neikvæð teikn á lofti í greininni. „Það er áhyggjuefni að þótt að við sjáum fjölda ferðamanna aukast á fyrstu mánuðum ársins þá er gistinóttum að fækka og minni verðmæti að skila sér í þjóðarbúið en áður. Hver ferðamaður er að stoppa skemur, gistir færri nætur og eyðir minna en áður. Þetta er þróun sem við viljum alls ekki sjá,“ segir Jóhannes. Ýmsar ástæður séu fyrir þessu. „Við erum orðin dýrari áfangastaður en margir áfangastaðir í kringum okkur, við erum með þrálátari verðbólgu en önnur lönd og hærri vexti. Þá höfum við tapað niður forskoti sem við höfðum í markaðssetningu á landinu en stjórnvöld hættu að leggja sérstakt fé í neytendamarkaðssetningu á Íslandi árið 2022 og það hefur mikil áhrif. Á sama tíma hefur verið lögð aukin áhersla á markaðssetningu í öðrum löndum,“ segir hann. Jóhannes segir mikilvægt að snúa þessu við. „Ef við viljum fá betur borgandi ferðamenn til landsins eins og stjórnmálamenn benda stundum á, þá þarf að hafa stöðugar markaðsherferðir í gangi hjá Íslandsstofu sem kynna landið en ekki þessi sífelldu átaksverkefni eins og reyndin hefur verið undanfarið,“ segir Jóhannes að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Atvinnurekendur Efnahagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira