Olli stórum árekstri með kappakstri og flúði vettvang Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 10:33 Rashee Rice átti frábært fyrsta tímabil með Kansas City Chiefs og varð meistari. Getty/Nick Tre. Smith Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum leitar nú að Rashee Rice, leikmanni meistaraliðs Kansas City Chiefs, sem talinn er hafa valdið árekstri fjölda bíla með kappakstri. Samkvæmt frétt The Dallas Morning News er Rice grunaður um ofsaakstur en hann mun hafa ekið Corvette-bifreið sinni í kappakstri við mann á Lamborghini-bifreið, þar til að þeir misstu stjórn á bifreiðunum. Þetta olli stórum árekstri því fjórir bílar til viðbótar klesstu á. Ökumennirnir tveir sem tóku þátt í kappakstrinum flýðu af vettvangi en hlú þurfti að tveimur öðrum ökumönnum, og tveir menn voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar áverka. Áreksturinn átti sér stað klukkan 18:20 að staðartíma, í gærkvöldi, á hraðbraut í Dallas. Kona sem slasaðist í árekstrinum segir að ökumennirnir hafi stofnað lífi fjögurra ára sonar hennar í hættu, og síðan gengið í burtu án þess að sýna nokkra samúð. #Breaking | Kansas City Chiefs Rashee Rice suspected in connection with major accident in Dallas https://t.co/A7lDpDDtXX— Dallas Morning News (@dallasnews) March 31, 2024 Talsmaður lögreglu segir að enn sé unnið að því að fá á hreint hverjir hafi ekið Corvette- og Lamborghini-bílunum en The Dallas Morning News segist hafa undir höndum gögn frá lögreglu um að Rice sé grunaður um að vera annar ökumannanna. Rice, sem er 23 ára, varð NFL-meistari með Kansas City Chiefs í vetur og átti ríkan þátt í titlinum, eftir að hafa verið valinn í annarri umferð nýliðavalsins í fyrra. NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Samkvæmt frétt The Dallas Morning News er Rice grunaður um ofsaakstur en hann mun hafa ekið Corvette-bifreið sinni í kappakstri við mann á Lamborghini-bifreið, þar til að þeir misstu stjórn á bifreiðunum. Þetta olli stórum árekstri því fjórir bílar til viðbótar klesstu á. Ökumennirnir tveir sem tóku þátt í kappakstrinum flýðu af vettvangi en hlú þurfti að tveimur öðrum ökumönnum, og tveir menn voru fluttir á sjúkrahús með minni háttar áverka. Áreksturinn átti sér stað klukkan 18:20 að staðartíma, í gærkvöldi, á hraðbraut í Dallas. Kona sem slasaðist í árekstrinum segir að ökumennirnir hafi stofnað lífi fjögurra ára sonar hennar í hættu, og síðan gengið í burtu án þess að sýna nokkra samúð. #Breaking | Kansas City Chiefs Rashee Rice suspected in connection with major accident in Dallas https://t.co/A7lDpDDtXX— Dallas Morning News (@dallasnews) March 31, 2024 Talsmaður lögreglu segir að enn sé unnið að því að fá á hreint hverjir hafi ekið Corvette- og Lamborghini-bílunum en The Dallas Morning News segist hafa undir höndum gögn frá lögreglu um að Rice sé grunaður um að vera annar ökumannanna. Rice, sem er 23 ára, varð NFL-meistari með Kansas City Chiefs í vetur og átti ríkan þátt í titlinum, eftir að hafa verið valinn í annarri umferð nýliðavalsins í fyrra.
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira