Landsliðið til Lúxemborgar en þrjár urðu eftir á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 11:45 Steinunn Björnsdóttir er ein þriggja sem eftir urðu á Íslandi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kvennalandslið Íslands í handbolta hélt í morgun af stað til Lúxemborgar þar sem liðið mætir heimakonum á miðvikudag, í næstsíðasta leiknum í undankeppni EM. Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni. EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni.
EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
„Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00
Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09