Fischersetrið á Selfossi nýtur mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2024 20:31 Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum safnið með góðu samstarfsfólki sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fishersetrið á Selfossi nýtur mikilla vinsælda skákmanna um allan heim enda stöðugar heimsókn þeirra á safnið og að gröf Bobby Fischers, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði rétt fyrir utan Selfoss. Fishersetrið er til húsa við Austurveg 21 við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið og safnið nýtur mikilla vinsælda. Skákfólk og áhugafólk um skák og sögu skákmeistarans fyrrverandi Bobby Fischers er mjög duglegt að heimsækja safnið. Allir þátttakendur á Reykjavíkurmótinu í skák heimsóttu safnið þegar það mót stóð síðast yfir og fóru að leiði Bobby Fischers. Margir vitja leiðisins í kirkjugarðinum í Laugardælum þar sem skákheimsmeistarinn hvílir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltaf nóg að gera og stöðugar hringingar Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum það. Safnið er til húsa við Austurveg 21 á Selfossi við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf nóg að gera, stöðugar hringingar, fólk vill koma og sjá. Þetta er safn um Bobby Fischer og þar ber hæst einvígið 1972 og líka þessir hluti þegar þeim tókst að bjarga Fisher úr fangelsinu í Japan,” segir Aldís. Og þú ert dugleg að standa í þessu? „Dugleg og ekki dugleg, það er ekki mitt að dæma það,” segir Aldís og skellir upp úr. Einstakt safn á heimsvísu Guðmundur G. Þórarinsson, sem er mjög iðinn við að taka á móti hópum, ekki síst erlendum er allavega mjög ánægður með Aldísi og hennar dugnað með safnið. „Ég tel að þetta sé eina setrið í heiminum þar sem almennilegt samansafn er af munum frá einvíginu og það er á Selfossi og það er ákjósanlegt fyrir langflesta að koma hingað og sjá það. Það er alveg til fyrirmyndar hvernig staðið er að safninu og hugsaðu þér, mest allt sjálfboðavinna. Og hugsaðu þér allt sem Aldís er búin að vinna hérna og allir að hjálpa henni og allt þetta, þetta er ekkert smávegis,” segir Guðmundur. Guðmundur G. Þórarinsson, sem tekur oft á móti hópum á safninu. Hann vill að Aldís fái fálkaorðuna frá forseta Íslands fyrir störf sín í sjálfboðavinnu í kringnum safnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er besti skákmaður á Íslandi í dag að mati Guðmundar? „Ég hugsa að það sé nú Hjörvar Steinn en besti skákmaður Íslendinga er náttúrulega Friðrik Ólafsson. Hann var náttúrulega séní,” segir Guðmundur. Og Guðmundur er í engum vafa um það að Aldís ætti að fá fálkaorðuna fyrir starf sitt á Fischersetrinu. „Ég myndi telja það, ég myndi mæla með því, ég skal skrifa upp á einhvern pappír til að senda í nefndina,” segir hann hlæjandi. Árborg Skák Bobby Fischer Söfn Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Fishersetrið er til húsa við Austurveg 21 við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið og safnið nýtur mikilla vinsælda. Skákfólk og áhugafólk um skák og sögu skákmeistarans fyrrverandi Bobby Fischers er mjög duglegt að heimsækja safnið. Allir þátttakendur á Reykjavíkurmótinu í skák heimsóttu safnið þegar það mót stóð síðast yfir og fóru að leiði Bobby Fischers. Margir vitja leiðisins í kirkjugarðinum í Laugardælum þar sem skákheimsmeistarinn hvílir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alltaf nóg að gera og stöðugar hringingar Aldís Sigfúsdóttir á heiðurinn af safninu en hún er allt í öllu í kringum það. Safnið er til húsa við Austurveg 21 á Selfossi við þjóðveg númer eitt þegar keyrt er í gegnum bæjarfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf nóg að gera, stöðugar hringingar, fólk vill koma og sjá. Þetta er safn um Bobby Fischer og þar ber hæst einvígið 1972 og líka þessir hluti þegar þeim tókst að bjarga Fisher úr fangelsinu í Japan,” segir Aldís. Og þú ert dugleg að standa í þessu? „Dugleg og ekki dugleg, það er ekki mitt að dæma það,” segir Aldís og skellir upp úr. Einstakt safn á heimsvísu Guðmundur G. Þórarinsson, sem er mjög iðinn við að taka á móti hópum, ekki síst erlendum er allavega mjög ánægður með Aldísi og hennar dugnað með safnið. „Ég tel að þetta sé eina setrið í heiminum þar sem almennilegt samansafn er af munum frá einvíginu og það er á Selfossi og það er ákjósanlegt fyrir langflesta að koma hingað og sjá það. Það er alveg til fyrirmyndar hvernig staðið er að safninu og hugsaðu þér, mest allt sjálfboðavinna. Og hugsaðu þér allt sem Aldís er búin að vinna hérna og allir að hjálpa henni og allt þetta, þetta er ekkert smávegis,” segir Guðmundur. Guðmundur G. Þórarinsson, sem tekur oft á móti hópum á safninu. Hann vill að Aldís fái fálkaorðuna frá forseta Íslands fyrir störf sín í sjálfboðavinnu í kringnum safnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er besti skákmaður á Íslandi í dag að mati Guðmundar? „Ég hugsa að það sé nú Hjörvar Steinn en besti skákmaður Íslendinga er náttúrulega Friðrik Ólafsson. Hann var náttúrulega séní,” segir Guðmundur. Og Guðmundur er í engum vafa um það að Aldís ætti að fá fálkaorðuna fyrir starf sitt á Fischersetrinu. „Ég myndi telja það, ég myndi mæla með því, ég skal skrifa upp á einhvern pappír til að senda í nefndina,” segir hann hlæjandi.
Árborg Skák Bobby Fischer Söfn Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira