Íslenskir bræður við upptök skjálftans: „Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2024 12:10 Þessa mynd tók Þorsteinn í Hualien-borg fyrr í dag. Rauðleita byggingin til vinstri er að hruni komin eftir jarðskjálftann og hallar ískyggilega. Þorsteinn Kristinsson Að minnsta kosti níu eru látnir og 800 slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir á Taívan í nótt. Íslendingur á upptakasvæðinu fylgdist með umferð stöðvast og hlutum hrynja þegar jörð tók að skjálfa. Hann og bróðir hans þurftu að flýja inn í land í skyndi þegar flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út. Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur.
Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49