Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. apríl 2024 12:23 Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnarsamstarfið standa traustum fótum hingað til sem hér eftir. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. „Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira