Hljómahöllin fagnar 10 ára afmæli með opnu húsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2024 13:04 Tómas Young, forstöðumaður Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ, sem hvetur fólk til að mæta í afmælisveisluna í dag. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram. Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend
Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira