Við ræðum við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing, sem segir þjóðina geta sett þá kröfu á leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag. Hann telur líklegast að formaður Framsóknarflokksins taki við embættinu.
Þá segjum við frá nýjustu vendingum í stríðinu á Gasa. Ísraelsher hefur kallað nær alla hermenn frá Suður-Gasa. Krafist er lausnar gísla á fjöldamótmælum í dag, hálfu ári frá því stríðið hófst.
Við tökum einnig stöðuna á óveðrinu sem geisar á austurhluta landsins og heyrum í nýjasta forsetaframbjóðandanum. Hádegisfréttir Bylgjunnar á sínum stað á slaginu 12.