Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2024 13:03 Ástþór kannast ekkert við málið. Vísir Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. Bessastaðabaráttan og sérstaklega mynd sem dreift var á síðunni, hefur vakið mikla athygli og reiði síðan hún var sett í loftið. Á myndinni má sjá Baldur Þórhallsson, sem er í forsetaframboði líkt og Ástþór, kyssa eiginmann sinn Felix Bergsson. Í bakgrunni má sjá annað samkynhneigt par í faðmlögum og fána hinseginfólks. Þá má sjá talblöðrur þar sem lesa má gömul ummæli þeirra Baldurs og Felix, greinilega ætlaðar þeim til smættunar. Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með gjörninginn. Sá þetta á Facebook. Eitt er að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en mér finnst glatað að borga fyrir að bera svona út. Allir eiga fortíð, geta beðist afsökunar, bætt sig og eiga að njóta sannmælis.Kosningar eiga að vera málefnalegar en ekki leðjuslagur. pic.twitter.com/zYTOyl8G6M— Arnar Arinbjarnarson (@arnarar) March 31, 2024 Símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs tengd síðunni Aðrir netverjar hafa gengið skrefinu lengra og reynt að komast að því hver stendur að baki síðunni. Í frétt DV segir að slík rannsókn hafi leitt í ljós að símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs væru skráð fyrir síðunni. DV hafi því sent Ástþóri fyrirspurn vegna málsins og spurt hvort síðan væri ekki í mótsögn við skilaboð hans um alheimsfrið. Ástþór hafi ekkert viljað kannast við málið og í yfirlýsingu sagt að hvorki Bessastaðabaráttan né umrædd mynd væri á hans vegum. „Þess má geta að sama dag var umræddri Facebook-síðu eytt,“ segir í frétt DV. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Sjá meira
Bessastaðabaráttan og sérstaklega mynd sem dreift var á síðunni, hefur vakið mikla athygli og reiði síðan hún var sett í loftið. Á myndinni má sjá Baldur Þórhallsson, sem er í forsetaframboði líkt og Ástþór, kyssa eiginmann sinn Felix Bergsson. Í bakgrunni má sjá annað samkynhneigt par í faðmlögum og fána hinseginfólks. Þá má sjá talblöðrur þar sem lesa má gömul ummæli þeirra Baldurs og Felix, greinilega ætlaðar þeim til smættunar. Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir óánægju sinni með gjörninginn. Sá þetta á Facebook. Eitt er að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en mér finnst glatað að borga fyrir að bera svona út. Allir eiga fortíð, geta beðist afsökunar, bætt sig og eiga að njóta sannmælis.Kosningar eiga að vera málefnalegar en ekki leðjuslagur. pic.twitter.com/zYTOyl8G6M— Arnar Arinbjarnarson (@arnarar) March 31, 2024 Símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs tengd síðunni Aðrir netverjar hafa gengið skrefinu lengra og reynt að komast að því hver stendur að baki síðunni. Í frétt DV segir að slík rannsókn hafi leitt í ljós að símanúmer og vefsíða í eigu Ástþórs væru skráð fyrir síðunni. DV hafi því sent Ástþóri fyrirspurn vegna málsins og spurt hvort síðan væri ekki í mótsögn við skilaboð hans um alheimsfrið. Ástþór hafi ekkert viljað kannast við málið og í yfirlýsingu sagt að hvorki Bessastaðabaráttan né umrædd mynd væri á hans vegum. „Þess má geta að sama dag var umræddri Facebook-síðu eytt,“ segir í frétt DV.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Sjá meira