Ráðuneytið greitt Juris hundruð milljóna vegna þjóðlendumála Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2024 11:14 Júris lögmannastofa hefur verið í góðu samstarfi við fjármálaráðuneytið á undanförnum árum með verkefni sem snýr að þjóðlendumálum en hér má sjá Sigurbjörn einn eiganda stofunnar og Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Á undanförnum tíu árum hefur fjármálaráðuneytið greitt lögmannastofunni Juris slf. 354 milljónir króna vegna þjóðlendismála auk greiðslna vegna lögfræðiaðstoðar. Meðal þekktra eigenda Juris eru Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvarkurs og einn innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins, Andri Árnason sem varði Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar. Einkum hafa þessi útlát verið í tíð Bjarna Benediktssonar sem gegndi embætti fjármálaráðherra frá 2013-2023 með stuttu hléi sem forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í október og situr nú sem utanríkisráðherra. Útlát ráðuneytisins vegna þjóðlendumála Ráðuneytið hefur á síðustu árum keypt sérfræðiþjónustu af Juris slf. vegna þjóðlendumála. Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hafa gilt frá árinu 1998 og hefur á þeim tíma verið unnið að því að leysa endanlega úr óvissu um eignarhald á hálendissvæðum, en lögin voru sett í þeim tilgangi. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að í lögum sé mælt fyrir um að óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, hafi meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Þetta þekkjum við úr fréttum nýverið en krafa var gerð á eyjar þær sem mynda Vestmannaeyjar við mikla furðu og óánægju heimamanna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi fjármálaráðherra hefur gert tilraun til að bera klæði á vopnin. Reglulegar greiðslur til Júrúis Svo enn sé vitnað í svör sem bárust segir að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með það hlutverk að leggja fram kröfulýsingu ríkisins fyrir hvert þjóðlendusvæði. „Þessari þjónustu hefur verið útvistað og er í gildi samningur ráðuneytisins við Juris.“ Frá árinu 2014 voru greiðslur ráðuneytisins til Juris vegna þjóðlendumála eftirfarandi samtals 354 milljónir króna. Tekið er fram að í svörunum að þar sem talað er um 2024 þá er um að ræða fyrstu þrjá mánuði ársins. Greiðslur til Júrís vegna þjóðlendumála: 2014: 35.024.356 krónur 2015: 31:142.997 krónur 2016: 34.922.632 krónur 2017: 27.929.647 krónur 2018: 31.894.252 krónur 2019: 28.926.050 krónur 2020: 28.036.603 krónur 2021: 28.134.763 krónur 2022: 53.766.020 krónur 2024: 34.361.416 krónur Auk þessa hefur ráðuneytið átt í viðskiptum við Juris vegna ýmissar sérfræðiþjónustu sem ekki snýr að þjóðlendumálum. Greiðslur ráðuneytisins vegna lögfræðilegrar ráðgjafar frá árinu 2014 voru eftirfarandi: Greiðslur vegna lögfræðiráðgjafar: 2014: 14.501.871 krónur 2015: 1.001.228 krónur 2016: 687.188 krónur 2017: 879.833 krónur 2018: 185.950 krónur 2019: 47.500 krónur 2022: 5.884.004 krónur 2024: 2.974.271 krónur Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Rekstur hins opinbera Lögmennska Tengdar fréttir Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Einkum hafa þessi útlát verið í tíð Bjarna Benediktssonar sem gegndi embætti fjármálaráðherra frá 2013-2023 með stuttu hléi sem forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í október og situr nú sem utanríkisráðherra. Útlát ráðuneytisins vegna þjóðlendumála Ráðuneytið hefur á síðustu árum keypt sérfræðiþjónustu af Juris slf. vegna þjóðlendumála. Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hafa gilt frá árinu 1998 og hefur á þeim tíma verið unnið að því að leysa endanlega úr óvissu um eignarhald á hálendissvæðum, en lögin voru sett í þeim tilgangi. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að í lögum sé mælt fyrir um að óbyggðanefnd, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, hafi meðal annars það hlutverk að skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Þetta þekkjum við úr fréttum nýverið en krafa var gerð á eyjar þær sem mynda Vestmannaeyjar við mikla furðu og óánægju heimamanna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir núverandi fjármálaráðherra hefur gert tilraun til að bera klæði á vopnin. Reglulegar greiðslur til Júrúis Svo enn sé vitnað í svör sem bárust segir að fjármála- og efnahagsráðuneytið fari með það hlutverk að leggja fram kröfulýsingu ríkisins fyrir hvert þjóðlendusvæði. „Þessari þjónustu hefur verið útvistað og er í gildi samningur ráðuneytisins við Juris.“ Frá árinu 2014 voru greiðslur ráðuneytisins til Juris vegna þjóðlendumála eftirfarandi samtals 354 milljónir króna. Tekið er fram að í svörunum að þar sem talað er um 2024 þá er um að ræða fyrstu þrjá mánuði ársins. Greiðslur til Júrís vegna þjóðlendumála: 2014: 35.024.356 krónur 2015: 31:142.997 krónur 2016: 34.922.632 krónur 2017: 27.929.647 krónur 2018: 31.894.252 krónur 2019: 28.926.050 krónur 2020: 28.036.603 krónur 2021: 28.134.763 krónur 2022: 53.766.020 krónur 2024: 34.361.416 krónur Auk þessa hefur ráðuneytið átt í viðskiptum við Juris vegna ýmissar sérfræðiþjónustu sem ekki snýr að þjóðlendumálum. Greiðslur ráðuneytisins vegna lögfræðilegrar ráðgjafar frá árinu 2014 voru eftirfarandi: Greiðslur vegna lögfræðiráðgjafar: 2014: 14.501.871 krónur 2015: 1.001.228 krónur 2016: 687.188 krónur 2017: 879.833 krónur 2018: 185.950 krónur 2019: 47.500 krónur 2022: 5.884.004 krónur 2024: 2.974.271 krónur
Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Rekstur hins opinbera Lögmennska Tengdar fréttir Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ 13. febrúar 2024 10:33