„Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur fyrir sitt leyti tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf sem verður kynnt bráðlega,“ segir Hildir Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðiflokksins í samtali við Mbl.is.
Hún segir tillögunavarða stjórnarsamstarf í „breiðu samhengi“ en vill ekki tjá sig um hvenær áætlað sé að greina þjóðinni frá hvað hún meini með þessu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stöðuna vera „mjög sérstaka.“
„Þetta var mjög sérstakt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta var eini þingflokksfundurinn hjá flokkunum, ef ég man rétt. Ég bara veit ekki neitt hvað er í gangi,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.
Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tjáð sig um málið, þar með talið tillöguna, eða hvaða flokkar eigi í hlut. Hún segir að þingflokkur Framsóknarflokksins fundi klukkan tíu í fyrramálið og þar verði farið yfir stöðuna.
Fréttin hefur verið uppfærð.