Cameron fundar með Trump í Flórída Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2024 07:23 Cameron mun funda með Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington. epa David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Guardian segir Cameron munu hitta Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington D.C., þar sem hann mun meðal annars ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafann Jake Sullivan og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu í gær að það væri alvanalegt að ráðherrar ættu fundi með frambjóðendum stjórnarandstöðunnar en um er að ræða fyrsta fund háttsetts embættismanns Bretlands með Trump frá því að hann yfirgaf Hvíta húsið. Cameron er sagður munu freista þess á fundum sínum með Trump og ráðamönnum vestanhafs að láta ekki af stuðningi sínum við Úkraínu en fjárveitingu vegna stríðsins við Rússa er haldið í gíslingu á þinginu. Ráðherrann er einnig sagður munu ræða framtíð Atlantshafsbandalagsins en Trump hefur lýst efasemdum sínum bæði gagnvart áframhaldandi fjárstuðningi við Úkraínu og viðbrögð Bandaríkjanna við mögulegri árás á annað aðildarríki Nató. Þá er hann sagður munu leggja áherslu á að sigur á Rússum sé nauðsynlegur til að tryggja öryggi Evrópu og Bandaríkjanna. Afskipti Cameron hafa fengið misgóðar viðtökur en fyrr á þessu ári hvatti hann bandaríska þingið til að gera ekki sömu mistök og í seinni heimstyrjöldinni og sýna veikleika eins og menn gerðu gagnvart Hitler. Marjorie Taylor Greene, þingmaður og ötull stuðningsmaður Trump, brást við með því að bjóða Cameron að „kissa á sér rassinn“ og verja tíma sínum í að hafa áhyggjur af stöðu mála í eigin landi. Bretland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Guardian segir Cameron munu hitta Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington D.C., þar sem hann mun meðal annars ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafann Jake Sullivan og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu í gær að það væri alvanalegt að ráðherrar ættu fundi með frambjóðendum stjórnarandstöðunnar en um er að ræða fyrsta fund háttsetts embættismanns Bretlands með Trump frá því að hann yfirgaf Hvíta húsið. Cameron er sagður munu freista þess á fundum sínum með Trump og ráðamönnum vestanhafs að láta ekki af stuðningi sínum við Úkraínu en fjárveitingu vegna stríðsins við Rússa er haldið í gíslingu á þinginu. Ráðherrann er einnig sagður munu ræða framtíð Atlantshafsbandalagsins en Trump hefur lýst efasemdum sínum bæði gagnvart áframhaldandi fjárstuðningi við Úkraínu og viðbrögð Bandaríkjanna við mögulegri árás á annað aðildarríki Nató. Þá er hann sagður munu leggja áherslu á að sigur á Rússum sé nauðsynlegur til að tryggja öryggi Evrópu og Bandaríkjanna. Afskipti Cameron hafa fengið misgóðar viðtökur en fyrr á þessu ári hvatti hann bandaríska þingið til að gera ekki sömu mistök og í seinni heimstyrjöldinni og sýna veikleika eins og menn gerðu gagnvart Hitler. Marjorie Taylor Greene, þingmaður og ötull stuðningsmaður Trump, brást við með því að bjóða Cameron að „kissa á sér rassinn“ og verja tíma sínum í að hafa áhyggjur af stöðu mála í eigin landi.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira