Mónópólý og Sims næst á skjáinn hjá Robbie og félögum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 19:51 Margot Robbie sem lék Barbie og framleiddi myndina um dúkkuna er einn eigandi framleiðslufyrirtækisins LuckyChap sem mun framleiða myndir um Sims og Mónópólý, Samsett/Getty/EA Framleiðslufyrirtækið LuckyChap, sem leikkonan Margot Robbie stofnaði og rekur, hefur hafið framleiðslu á leiknum kvikmyndum byggðum á sígilda borðspilinu Mónópólý og vinsælu tölvuleikjaseríunni Sims. Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur. Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Barbie halaði inn tæpum einum og hálfum milljarði bandaríkjadala í fyrra og hefur LuckyChap sem framleiddi myndina verið eftirsótt síðan. Auk Margot Robbie, sem lék sjálfa Barbie, eru Tom Ackerley og Josie McNamara eigendur LuckyChap og stefnir fyrirtækið næst á stræti Mónópólý-borgar. Leikfangarisinn Hasbro, sem á Mónópólý, mun einnig framleiða myndina en á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið duglegt við að gera kvikmyndir byggðar á leikföngum sínum. Mattel sem á Barbie stefnir á framleiðslu fjölda leikfangamynda á næstu árum og Hasbro vill greinilega vera með í gleðinni. Hasbro hefur áður reynt að gera mynd byggða á borðspilinu en árið 2008 gerði fyrirtækið fjögurra mynda samning við Universal um að gera myndir upp úr borðspilum fyrirtækisins, þar á meðal Mónópólý. Eina mynd samningsins sem kom út var Battleship sem byggði á herskipaleiknum vinsæla. Hún kom út 2012 og var svo illa tekið að Universal hætti við samninginn og keypti sig út úr honum. Nú á hins vegar að reyna aftur við kvikmyndun Mónópólýs og verður gaman að sjá hvernig á að útfæra það. Hvort Herra Mónópólý, öðru nafni Milburn Pennybags, verði í myndinni eða hvort við munum sjá fólk borga sig út úr fangelsi. Simsarnir simsa á stóra skjánum Mónópólý er ekki eina myndin á framleiðsludagskrá LuckyChap af því í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið væri að framleiða leikna mynd byggða á tölvuleikjaseríunni Sims. Leikstjórinn Kate Herron, sem leikstýrði seríu eitt af Marvel-þáttunum um Loka og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn sjónvarpsþátta, mun leikstýra myndinni og skrifa handritið ásamt Briony Redman. Sims á það sameiginlegt með Barbie að vera ekki með neinn söguþráð heldur stýrir tölvuleikjaspilarinn því hvernig saga simsanna sinna þróast, hver áhugamál þeirra eru og hvaða starfsferil þeir taka sér fyrir hendur.
Hollywood Bandaríkin Borðspil Leikjavísir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira