Mál kvenna vegna líkamsleitar í kjölfar barnsfundar fellt niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 08:43 Dómarinn sagði ekki hægt að gera flugfélagið ábyrgt tyrir framgöngu lögreglu og heilbrigðisstarfsmanna. Getty/NurPhoto/Robert Smith Alríkisdómstóll í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál fimm kvenna gegn Qatar Airways, vegna líkamsleitar sem þær voru látnar sæta. Forsaga málsins er sú að konunum fimm og öðrum kvenkyns farþegum flugfélagsins var skipað að yfirgefa vél félagsins á Doha á alþjóðaflugvellinum í Doha í Katar eftir að nýfætt barn fannst í ruslafötu á vellinum árið 2020. Konurnar voru látnar afklæðast og sæta skoðun af hálfu hjúkrunarfræðinga, gegn vilja sínum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að málið félli ekki undir svokallaðan Montreal-sáttmála um ábyrgð flugfélaga, sem fjallar meðal annars um tilvik þegar farþegar verða fyrir meiðslum eða deyja. Þá sagði dómarinn í málinu að það væri ekki hægt að láta Qatar Airways sæta ábyrgð vegna framgöngu lögreglu né heilbrigðisstarfsmannanna sem skoðuðu konunnar. Konurnar höfðuðu einnig mál gegn flugmálaeftirliti Katar, sem dómarinn sagði njóta friðhelgi frá málshöfðunum utan Katar. Dómarinn gaf hins vegar grænt ljós á mál gegn Matar, dótturfélagi Qatar Airways, sem sér um rekstur Hamad-alþjóðaflugvallarins. Konurnar stigu fram í viðtölum við BBC. Ein þeirra sagðist hafa upplifað skoðunina sem nauðgun og önnur að hún hefði haldið að það væri verið að ræna þeim til að halda í gíslingu. Konurnar voru beðnar afsökunar af forsætisráðherra Katar í kjölfar þess að málið rataði í fjölmiðla. Þá greindu yfirvöld frá því að líðan barnsins væri með ágætum. Katar Kynferðisofbeldi Fréttir af flugi Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konunum fimm og öðrum kvenkyns farþegum flugfélagsins var skipað að yfirgefa vél félagsins á Doha á alþjóðaflugvellinum í Doha í Katar eftir að nýfætt barn fannst í ruslafötu á vellinum árið 2020. Konurnar voru látnar afklæðast og sæta skoðun af hálfu hjúkrunarfræðinga, gegn vilja sínum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að málið félli ekki undir svokallaðan Montreal-sáttmála um ábyrgð flugfélaga, sem fjallar meðal annars um tilvik þegar farþegar verða fyrir meiðslum eða deyja. Þá sagði dómarinn í málinu að það væri ekki hægt að láta Qatar Airways sæta ábyrgð vegna framgöngu lögreglu né heilbrigðisstarfsmannanna sem skoðuðu konunnar. Konurnar höfðuðu einnig mál gegn flugmálaeftirliti Katar, sem dómarinn sagði njóta friðhelgi frá málshöfðunum utan Katar. Dómarinn gaf hins vegar grænt ljós á mál gegn Matar, dótturfélagi Qatar Airways, sem sér um rekstur Hamad-alþjóðaflugvallarins. Konurnar stigu fram í viðtölum við BBC. Ein þeirra sagðist hafa upplifað skoðunina sem nauðgun og önnur að hún hefði haldið að það væri verið að ræna þeim til að halda í gíslingu. Konurnar voru beðnar afsökunar af forsætisráðherra Katar í kjölfar þess að málið rataði í fjölmiðla. Þá greindu yfirvöld frá því að líðan barnsins væri með ágætum.
Katar Kynferðisofbeldi Fréttir af flugi Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira