„Minn tími er ekki búinn“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 12:30 Bjarni Benediktsson sagði í ræðu sinni að hvergi væri betra að búa en á Íslandi sem væri mesta lýðræðisríki heims. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira