Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 14:44 Íranskir hermenn sigu um borð í flutningaskiptið í morgun og sigldu því inn í landhelgi Íran. AP Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. Skiptið heitir MSC Aries og er sagt í eigu Zodic Maritime, fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Lundúnum. Það félag er í eigu Zodiac Group, sem ísraelski auðjöfurinn Eyal Ofer á. Tuttugu og fimm menn eru í áhöfn skipsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkismiðlar Írans segja árásina hafa verið gerða af sérsveitarmönnum sjóhers Byltingarvarðanna. Myndband sem blaðamenn AP komu höndum yfir rennir stoðum undir það en á því má sjá hermenn síga um borð í skipið úr þyrlu. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þáttaskil urðu svo í byrjun mánaðarins þegar Ísraelar gerðu loftárásir á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Tólf féllu í árásinni og þar á meðal tveir herforingjar Byltingarvarða Íran. Ráðamenn í Íran hafa hótað hefndum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sagði í gær að von væri á meiriháttar árás Írana á Ísrael. Frá 2019 hafa Íranar tekið nokkur skip með þessum hætti við Hormuz-sund. Hútar, sem studdir eru af Íran, hafa einnig gert árásir á flutningaskip á Aden-flóa og Rauðahafi. Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Portúgal Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Skiptið heitir MSC Aries og er sagt í eigu Zodic Maritime, fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar í Lundúnum. Það félag er í eigu Zodiac Group, sem ísraelski auðjöfurinn Eyal Ofer á. Tuttugu og fimm menn eru í áhöfn skipsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkismiðlar Írans segja árásina hafa verið gerða af sérsveitarmönnum sjóhers Byltingarvarðanna. Myndband sem blaðamenn AP komu höndum yfir rennir stoðum undir það en á því má sjá hermenn síga um borð í skipið úr þyrlu. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þáttaskil urðu svo í byrjun mánaðarins þegar Ísraelar gerðu loftárásir á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Tólf féllu í árásinni og þar á meðal tveir herforingjar Byltingarvarða Íran. Ráðamenn í Íran hafa hótað hefndum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sagði í gær að von væri á meiriháttar árás Írana á Ísrael. Frá 2019 hafa Íranar tekið nokkur skip með þessum hætti við Hormuz-sund. Hútar, sem studdir eru af Íran, hafa einnig gert árásir á flutningaskip á Aden-flóa og Rauðahafi.
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Portúgal Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira