Landsbankinn ekki seldur á þessu kjörtímabili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 13:40 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill sjá að aðrir en ríkisbanki eigi tryggingarfélagið TM. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sér ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili en það gæti þó orðið á því næsta. Þá hugnast honum ágætlega að Landsbankinn losi sig við tryggingarfélagið TM. Greint var frá því fyrir helgina að stjórn Bankasýslu ríkisins ætli að skipta út öllu bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans næsta föstudag. Þá birti Bankasýslan jafnframt skýrslu vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutaféð í tryggingarfélaginu TM. Þar kom fram að tilboðið fari gegn eigendastefnu ríkisins og að upplýsingagjöf hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans. Bankaráð Landsbankans hefur hafnað þessu. „Kaupin á TM eru í andstöðu við þá stefnu sem að við höfum viljað fylgja og skrifað út í eigendastefnunni að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði. Þannig að þetta gengur þvert gegn því. Ákvörðun Bankasýslunnar kemur ekki til uppáskriftar hjá mér eða ráðherra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ég get sagt svo sem að það kemur ekki að öllu leyti á óvart að Bankasýslan, eftir það sem er á undan er gengið, hafi séð ástæðu til að gera breytingar. Það minnir líka ágætlega á hvar hlutabréf eigandans eru vistuð. Þau eru vistuðu í Bankasýslunni og það skiptir máli að farið sé að eigendastefnunni. Aðspurður um hvort það komi til greina að selja Landsbankann segir Bjarni það allavega ekki verða gert í bráð. „Við erum ekkert að ræða um það. Ég sé ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili. Í eigendastefnunni er hins vegar sú langtímasýn teiknuð upp að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á Landsbankanum og ég er sammála því til lengri tíma litið. Næsta verkefni er að klára að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka og ég held að það sé nóg verkefni fyrir þetta kjörtímabil. Svo kemur næsta kjörtímabil eftir kosningar.“ Þá ætlar Bankasýsla ríkisins að funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans. Á fundinum ætlar Bankasýslan að leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Bjarni líst vel á það. „Allt sem að dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði er eitthvað sem að mér hugnast ágætlega.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgina að stjórn Bankasýslu ríkisins ætli að skipta út öllu bankaráði Landsbankans á aðalfundi bankans næsta föstudag. Þá birti Bankasýslan jafnframt skýrslu vegna skuldbindandi tilboðs Landsbankans í allt hlutaféð í tryggingarfélaginu TM. Þar kom fram að tilboðið fari gegn eigendastefnu ríkisins og að upplýsingagjöf hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans. Bankaráð Landsbankans hefur hafnað þessu. „Kaupin á TM eru í andstöðu við þá stefnu sem að við höfum viljað fylgja og skrifað út í eigendastefnunni að draga úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði. Þannig að þetta gengur þvert gegn því. Ákvörðun Bankasýslunnar kemur ekki til uppáskriftar hjá mér eða ráðherra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ég get sagt svo sem að það kemur ekki að öllu leyti á óvart að Bankasýslan, eftir það sem er á undan er gengið, hafi séð ástæðu til að gera breytingar. Það minnir líka ágætlega á hvar hlutabréf eigandans eru vistuð. Þau eru vistuðu í Bankasýslunni og það skiptir máli að farið sé að eigendastefnunni. Aðspurður um hvort það komi til greina að selja Landsbankann segir Bjarni það allavega ekki verða gert í bráð. „Við erum ekkert að ræða um það. Ég sé ekki fram á að hlutir í Landsbankanum verði seldir á þessu kjörtímabili. Í eigendastefnunni er hins vegar sú langtímasýn teiknuð upp að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu á Landsbankanum og ég er sammála því til lengri tíma litið. Næsta verkefni er að klára að losa um eignarhald ríkisins á Íslandsbanka og ég held að það sé nóg verkefni fyrir þetta kjörtímabil. Svo kemur næsta kjörtímabil eftir kosningar.“ Þá ætlar Bankasýsla ríkisins að funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans. Á fundinum ætlar Bankasýslan að leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Bjarni líst vel á það. „Allt sem að dregur úr umsvifum ríkisins á fjármálamarkaði er eitthvað sem að mér hugnast ágætlega.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira