„Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 19:49 Þjálfarateymi ÍA fer sátt heim. Vísir/Hulda Margrét Það var létt yfir Jóni Þóri Haukssyni, þjálfara ÍA, eftir stórsigur Skagamanna á HK í Kórnum í dag. Leikurinn endaði 4-0 fyrir ÍA og er liðið komið þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla en HK er enn með eitt stig eftir jafntefli í fyrstu umferð. „Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
„Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti