Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 11:03 Frá slysstað í apríl árið 2023. Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Atvikið átti sér stað þann 11. apríl árið 2023. Maðurinn ók þá Peugot Partner-bíl sínum eftir Tangagötu við hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum og inn á Nausthamarsbryggju til vesturs. Þar var bifreiðinni lagt með framendann til norðurs að bryggjukantinum, rúma sjötíu metra frá enda bryggjunnar. Á myndskeiðum úr öryggismyndavélum á svæðinu má sjá að á meðan bifreiðinni var lagt við bryggjukantinn voru hemlaljós hennar tendruð. „Myndskeiðin sýna einnig að bifreiðin var kyrrstæð við bryggjukantinn í tæpar 50 sekúndur en var síðan ekið yfir bryggjukantinn og hafnaði hún í sjónum. Framendi bifreiðarinnar fór á kaf en farþegarými hennar stóð að mestu upp úr sjónum til að byrja með. Bifreiðin var á floti í um 2 mínútur og 45 sekúndur,“ segir í skýrslunni. Hemlaljósin af og á Einni sekúndu áður en bifreiðinni var ekið af stað fóru hemlaljósin af, komu aftur á og fóru aftur af þegar bifreiðin fór af stað og yfir bryggjukantinn. „Í nokkur skipti á meðan bifreiðin var í sjónum tendruðust hemlaljós bifreiðarinnar eins og stigið væri á og af hemlafetli hennar. Hemlaljósin birtust í skamma stund um 24 sekúndum áður en bifreiðin fór alveg á kaf,“ segir í skýrslunni. Kanturinn sem bifreiðinni var ekið yfir.RNSA Áhöfn fiskveiðibáts fyrst á staðinn Fiskveiðibát var siglt fram hjá bifreiðinni á meðan hún var kyrrstæð á bryggjunni en skömmu síðar heyrði áhöfnin smell og þá sáu þeir bifreiðina í sjónum. Bátnum var snúið við og siglt upp að bifreiðinni. „Vitni í bátnum kvaðst hafa séð aðila vera kominn aftur í bifreiðina að opnanlegum afturhlera hennar, skömmu áður en bifreiðin sökk og að hann hafi verið að reyna að komast þar út,“ segir í skýrslunni. Eftir þetta var allt viðbragðslið í Vestmannaeyjum ræst út og kafari sendur niður. Það gekk greiðlega að ná manninum upp en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn úrskurðaður látinn. Kort af bryggjunni.RNSA Tók stóran skammt svefnlyfja Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn átti við alvarlega sjúkdóma að stríða. Krufning leiddi í ljós bráða kransæðastíflu og einnig merki drukknunar. „Niðurstaða áfengisrannsóknar á ökumanni bifreiðanna var neikvæð. Niðurstöður á lyfjamælingu leiddu í ljós svefnlyf í of háum skammti og auk þess önnur svefnlyf í samræmi við ávísun. Gera má ráð fyrir að ökumaður hafi verið undir slævandi áhrifum af blöndu svefnlyfja við andlátið,“ segir í skýrslunni. Mikilvægt að meta andlegt og líkamlegt heilbrigði Í tillögukafla skýrslunnar eru ítrekaðar tillögur nefndarinnar frá árinu 2020 til Samgöngustofu um að innleiða nýjar reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Mikilvægt sé að slíkar reglur séu settar. Því er beint að innviðaráðuneytinu að styðja Samgöngustofu við þróun og innleiðingu á nýju eyðublaði um læknisvottorð sem snýr að mati á því hvort umsækjendur uppfylli þennan sama viðauka. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að mikilvægt er að ökumenn hætti akstri ef þeir eiga við veikindi að stríða sem skerða ökuhæfni eða nota lyf sem skerða ökuhæfni. Veikindi og lyfjanotkun geta haft neikvæð áhrif á hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki örugglega. Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki. Mikilvægt er að læknar upplýsi sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu,“ segir í skýrslunni. Vestmannaeyjar Samgönguslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14. apríl 2023 16:21 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Atvikið átti sér stað þann 11. apríl árið 2023. Maðurinn ók þá Peugot Partner-bíl sínum eftir Tangagötu við hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum og inn á Nausthamarsbryggju til vesturs. Þar var bifreiðinni lagt með framendann til norðurs að bryggjukantinum, rúma sjötíu metra frá enda bryggjunnar. Á myndskeiðum úr öryggismyndavélum á svæðinu má sjá að á meðan bifreiðinni var lagt við bryggjukantinn voru hemlaljós hennar tendruð. „Myndskeiðin sýna einnig að bifreiðin var kyrrstæð við bryggjukantinn í tæpar 50 sekúndur en var síðan ekið yfir bryggjukantinn og hafnaði hún í sjónum. Framendi bifreiðarinnar fór á kaf en farþegarými hennar stóð að mestu upp úr sjónum til að byrja með. Bifreiðin var á floti í um 2 mínútur og 45 sekúndur,“ segir í skýrslunni. Hemlaljósin af og á Einni sekúndu áður en bifreiðinni var ekið af stað fóru hemlaljósin af, komu aftur á og fóru aftur af þegar bifreiðin fór af stað og yfir bryggjukantinn. „Í nokkur skipti á meðan bifreiðin var í sjónum tendruðust hemlaljós bifreiðarinnar eins og stigið væri á og af hemlafetli hennar. Hemlaljósin birtust í skamma stund um 24 sekúndum áður en bifreiðin fór alveg á kaf,“ segir í skýrslunni. Kanturinn sem bifreiðinni var ekið yfir.RNSA Áhöfn fiskveiðibáts fyrst á staðinn Fiskveiðibát var siglt fram hjá bifreiðinni á meðan hún var kyrrstæð á bryggjunni en skömmu síðar heyrði áhöfnin smell og þá sáu þeir bifreiðina í sjónum. Bátnum var snúið við og siglt upp að bifreiðinni. „Vitni í bátnum kvaðst hafa séð aðila vera kominn aftur í bifreiðina að opnanlegum afturhlera hennar, skömmu áður en bifreiðin sökk og að hann hafi verið að reyna að komast þar út,“ segir í skýrslunni. Eftir þetta var allt viðbragðslið í Vestmannaeyjum ræst út og kafari sendur niður. Það gekk greiðlega að ná manninum upp en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn úrskurðaður látinn. Kort af bryggjunni.RNSA Tók stóran skammt svefnlyfja Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn átti við alvarlega sjúkdóma að stríða. Krufning leiddi í ljós bráða kransæðastíflu og einnig merki drukknunar. „Niðurstaða áfengisrannsóknar á ökumanni bifreiðanna var neikvæð. Niðurstöður á lyfjamælingu leiddu í ljós svefnlyf í of háum skammti og auk þess önnur svefnlyf í samræmi við ávísun. Gera má ráð fyrir að ökumaður hafi verið undir slævandi áhrifum af blöndu svefnlyfja við andlátið,“ segir í skýrslunni. Mikilvægt að meta andlegt og líkamlegt heilbrigði Í tillögukafla skýrslunnar eru ítrekaðar tillögur nefndarinnar frá árinu 2020 til Samgöngustofu um að innleiða nýjar reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Mikilvægt sé að slíkar reglur séu settar. Því er beint að innviðaráðuneytinu að styðja Samgöngustofu við þróun og innleiðingu á nýju eyðublaði um læknisvottorð sem snýr að mati á því hvort umsækjendur uppfylli þennan sama viðauka. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að mikilvægt er að ökumenn hætti akstri ef þeir eiga við veikindi að stríða sem skerða ökuhæfni eða nota lyf sem skerða ökuhæfni. Veikindi og lyfjanotkun geta haft neikvæð áhrif á hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki örugglega. Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki. Mikilvægt er að læknar upplýsi sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu,“ segir í skýrslunni.
Vestmannaeyjar Samgönguslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14. apríl 2023 16:21 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14. apríl 2023 16:21