Átján léstust í flóðum í Óman á sunnudag og mánudag.
Regnfallið hófst á mánudagskvöld og nam 142 millimetrum í Dubai sólahring síðar. Um er að ræða úrkomumagn sem venjulega fellur á einu og hálfu ári. Meðalúrkoma á einu ári, mæld á flugvellinum í Dubai, er 94,7 millimetrar.
Rigning er almennt fátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en tíðust yfir vetrarmánuðina. Íbúar eru því illa undirbúnir fyrir þær aðstæður sem sköpuðust í gær, þegar flæddi inn í hús og fólk neyddist til að yfirgefa bifreiðar sínar úti á vegum, þar sem niðurföll eru af skornum skammti.
Það flæddi inn í báðar flottustu verslanamiðstöðvar Dubai, auk þess sem ökkladjúpt vatn safnaðist fyrir á einni af neðanjarðarlestarstöðvum borgarinnar. Skólum hefur verið lokað víða og opinberum starfsmönnum heimilað að vinna heiman frá sér.
Þá var einhverjum vélum beint frá alþjóðaflugvellinum í Dubai.
Spáð er áframhaldandi úrkomu.