Leikkonan var í aðgerð á hnéi nýlega og birti mynd af hinum fjallmyndarlega lækni sér við hlið. Þá bætir hún um betur á myndinni og segist elska kappann. Myndina má sjá neðst í fréttinni.
Justin þessi er bæklunarskurðlæknir og ljóst að það hefur komið sér ansi vel fyrir leikkonuna að hafa hann sér við hlið. Þau hafa reglulega sést saman síðasta árið að því er fram kemur á vef slúðurmiðilsins toofab.
Það hefur hinsvegar aldrei fengist staðfest að þau væru saman fyrr en nú. Sofia var síðast með Joe Manganiello en þau skildu að borði og sæng í fyrra. Ástæðan var sú að sögn Sofiu að hann langaði í börn en hana ekki. Hún taldi sig vera orðna of gamla.
