Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu, lífeyrissjóðs byrjar. Erlendar fjárfestingar á Íslandi og aðkomu lífeyrissjóða að innviðauppbyggingu verða ræddar ásamt fleiru.
Lögmennirnir Sigurður Örn Hilmarsson og Sigríður Á. Andersen ætla að rökræða áhrif dóma Mannréttindadómstólsins á íslenskt réttarfar en nýverið úrskurðaði dómurinn gegn íslenska ríkinu í talningamálinu svokallaða, frá síðustu alþingiskosningum.
Þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, ræða húsnæðismarkaðinn í Reykjavík en Samtök iðnaðarins halda því fram að upplýsingaóreiða einkenni framsetningu borgarinnar þegar kemur að lóðaframboði.
Í lokin fjalla þau Eva H. Önnudóttir prófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson rithöfundur og blaðamaður um stöðuna í forsetakosningunum og þau átök sem þar eru framundan.