Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. apríl 2024 10:49 Frambjóðendur sem ekki hafa náð lágmarksfjölda undirskrifta hafa til föstudags til þess. Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. Í samtali við fréttastofu segist Sigríður Hrund Pétursdóttir hafa haft öðrum hnöppum að hneppa um helgina en að kíkja á stöðu undirskriftanna sinna. Vinnupallar ehf, fyrirtæki Sigríðar, er með bás á hátíðinni Verk og vit sem stendur yfir í Laugardalshöll um helgina og hefur helgin hennar farið alfarið í það. Hún staðfestir þó að söfnuninni sé ekki lokið. Helga Þórisdóttir segir undirskriftasöfnunina ganga rosalega vel. „Það hrúgast inn fólk,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa náð að fylgjast með nýjustu tölum um helgina vegna þess að kosningastjóri hennar, Tryggvi Rafnsson, hafi haldið á landsfund Samfylkingarinnar. „Við erum á algjörum lokametrum,“ segir Helga. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á sama máli. „Ég býst fastlega við því að ég klári á morgun eða hinn. Ég á ennþá eftir að safna innan við hundrað undirskriftum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu á Eiríkur Ingi Jóhannsson heldur ekki svo langt í land en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Alls hafa átta forsetaefni náð lágmarksfjölda undirskrifta: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20 Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Sigríður Hrund Pétursdóttir hafa haft öðrum hnöppum að hneppa um helgina en að kíkja á stöðu undirskriftanna sinna. Vinnupallar ehf, fyrirtæki Sigríðar, er með bás á hátíðinni Verk og vit sem stendur yfir í Laugardalshöll um helgina og hefur helgin hennar farið alfarið í það. Hún staðfestir þó að söfnuninni sé ekki lokið. Helga Þórisdóttir segir undirskriftasöfnunina ganga rosalega vel. „Það hrúgast inn fólk,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa náð að fylgjast með nýjustu tölum um helgina vegna þess að kosningastjóri hennar, Tryggvi Rafnsson, hafi haldið á landsfund Samfylkingarinnar. „Við erum á algjörum lokametrum,“ segir Helga. Ásdís Rán Gunnarsdóttir er á sama máli. „Ég býst fastlega við því að ég klári á morgun eða hinn. Ég á ennþá eftir að safna innan við hundrað undirskriftum,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu á Eiríkur Ingi Jóhannsson heldur ekki svo langt í land en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Alls hafa átta forsetaefni náð lágmarksfjölda undirskrifta: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20 Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10
Átta forsetaefni klár með listana Erfiðara hefur reynst en margur vildi ætla að safna undirskriftum en farið var að ræða stjórnarskrárbreytingar af því tilefni. Það er bara alls ekki eins einfalt og ætla mætti. En eftir því sem Vísir kemst næst eru átta forsetaefni komin með tilskildar undirskriftir. 19. apríl 2024 13:20
Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58