Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Snertingu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2024 15:02 Ólafur Jóhann Ólafsson, Egill Ólafsson og Baltasar Kormákur við tökur á Snertingu í London. Lilja Jónsdóttir Stikla úr kvikmyndinni Snerting eftir Baltasar Kormák er komin út. Baltasar segist alltaf hafa verið meiri kitlumaður frekar en stiklumaður. Hann segist ekki geta beðið eftir að landsmenn fái loksins að bera myndina augum. „Ég persónulega er svo lítill stiklumaður, en ég er miklu meiri kitlumaður! Því mér finnst svona trailerar alltaf sýna of mikið og svo þegar maður er að gera myndirnar sjálfur hefur maður miklar áhyggjur af þessu en svo þarf að sýna eitthvað til að fá fólk í bíó! Þannig það er algjör catch 22 að gera trailer,“ segir Baltasar hlæjandi í samtali við Vísi. Klippa: Fyrsta stiklan úr Snertingu Leitar að ástinni í Japan Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hún verður sýnd í Smárabíó, Laugarásbíó, Bíó Paradís og völdum kvikmyndahúsum á landsbyggðinni. Kvikmyndin segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni. Hvað varð um stúlkuna sem hvarf sporlaust úr lífi hans fimmtíu árum áður?Sagan teygir sig víða um heim og ferðalag Kristófer ber hann þvert yfir hnöttinn. Á leið sinni rifjar hann upp sælar minningar frá sumrinu sínu í London 1969. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið sem Kristófer. Fljótur að slá til Stiklan verður frumsýnd á sama tíma fyrir íslenskan og amerískan markað. Focus Features og Universal hafa tryggt sér sýningarréttinn á heimsvísu. Myndin er heimsfrumsýnd á Íslandi 29. maí en svo verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí næstkomandi og í framhaldinu um allan heim. „Ég er bara fáránlega spenntur en mest er ég spenntur fyrir því að sýna myndina. Maður finnur það bara að það er spenna fyrir þessu sem er frábært því ég er mjög stoltur af myndinni og það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur henni.“ Baltasar segist strax hafa orðið mikill aðdáandi bókar Ólafs Jóhanns og segir frábært að hafa unnið með höfundinum að því að aðlaga bókina að mynd. „Þegar ég ákvað að gera myndina er bókin ekki búin að slá svona mikið í gegn og svo bara einhvern veginn gerist það eftir á. Mér fannst þetta bara vera einstök bók og var fljótur að slá til og hann var líka fljótur að segja já,“ segir Baltasar. Lífsreynsla Egils dýpkar persónuna Baltasar segir að sér hafi ekki fundist neinn annar koma til greina til að fara með aðalhlutverkið en Egill Ólafsson. Egill hefur verið opinskár með baráttu sína við Parkinson sjúkdóminn og segir Baltasar þá lífsreynslu passa vel við hlutverk Kristófers. „Maður sá mikla umræðu um hlutverkið á samfélagsmiðlum þar sem komu fram ýmsar hugmyndir en engum datt Egill í hug. En svo eftir að ég valdi hann þá kom aldrei neitt annað til greina, jafnvel þó hann hafi þurft að díla við þessi veikindi, sem á einhvern furðulegan hátt bara dýpkar upplifunina.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. 3. júní 2023 18:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég persónulega er svo lítill stiklumaður, en ég er miklu meiri kitlumaður! Því mér finnst svona trailerar alltaf sýna of mikið og svo þegar maður er að gera myndirnar sjálfur hefur maður miklar áhyggjur af þessu en svo þarf að sýna eitthvað til að fá fólk í bíó! Þannig það er algjör catch 22 að gera trailer,“ segir Baltasar hlæjandi í samtali við Vísi. Klippa: Fyrsta stiklan úr Snertingu Leitar að ástinni í Japan Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hún verður sýnd í Smárabíó, Laugarásbíó, Bíó Paradís og völdum kvikmyndahúsum á landsbyggðinni. Kvikmyndin segir sögu Kristófers, eldri manns sem stendur á tímamótum og leitar svara við áleitnum spurningum úr fortíð sinni. Hvað varð um stúlkuna sem hvarf sporlaust úr lífi hans fimmtíu árum áður?Sagan teygir sig víða um heim og ferðalag Kristófer ber hann þvert yfir hnöttinn. Á leið sinni rifjar hann upp sælar minningar frá sumrinu sínu í London 1969. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið sem Kristófer. Fljótur að slá til Stiklan verður frumsýnd á sama tíma fyrir íslenskan og amerískan markað. Focus Features og Universal hafa tryggt sér sýningarréttinn á heimsvísu. Myndin er heimsfrumsýnd á Íslandi 29. maí en svo verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí næstkomandi og í framhaldinu um allan heim. „Ég er bara fáránlega spenntur en mest er ég spenntur fyrir því að sýna myndina. Maður finnur það bara að það er spenna fyrir þessu sem er frábært því ég er mjög stoltur af myndinni og það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur henni.“ Baltasar segist strax hafa orðið mikill aðdáandi bókar Ólafs Jóhanns og segir frábært að hafa unnið með höfundinum að því að aðlaga bókina að mynd. „Þegar ég ákvað að gera myndina er bókin ekki búin að slá svona mikið í gegn og svo bara einhvern veginn gerist það eftir á. Mér fannst þetta bara vera einstök bók og var fljótur að slá til og hann var líka fljótur að segja já,“ segir Baltasar. Lífsreynsla Egils dýpkar persónuna Baltasar segir að sér hafi ekki fundist neinn annar koma til greina til að fara með aðalhlutverkið en Egill Ólafsson. Egill hefur verið opinskár með baráttu sína við Parkinson sjúkdóminn og segir Baltasar þá lífsreynslu passa vel við hlutverk Kristófers. „Maður sá mikla umræðu um hlutverkið á samfélagsmiðlum þar sem komu fram ýmsar hugmyndir en engum datt Egill í hug. En svo eftir að ég valdi hann þá kom aldrei neitt annað til greina, jafnvel þó hann hafi þurft að díla við þessi veikindi, sem á einhvern furðulegan hátt bara dýpkar upplifunina.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. 3. júní 2023 18:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. 3. júní 2023 18:00