„Karakter í mínum stelpum, þær gáfust aldrei upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2024 22:27 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með að hirða stig úr fyrsta leik liðsins í Bestu deild kvenna. Andstæðingurinn, Þróttur, komst marki yfir í fyrri hálfleik en Fylkiskonur jöfnuðu undir lokin. „Virkilega ánægður með þetta stig í dag. Á heimavelli og viljum náttúrulega vinna leikina en vorum að spila á móti mjög góðu Þróttaraliði sem á eftir að vera mjög öflugt í sumar. Karakter í mínum stelpum, þær gáfust aldrei upp og þetta var opinn, skemmtilegur leikur. Mikið af færum á báða bóga, gat dottið hvoru megin sem var.“ Fylkisliðið virtist taugaóstyrkt fyrst um sinn, ekkert óeðlilegt enda nýliðar í deildinni og mikil spenna fyrir leiknum. „Ég bjóst algjörlega við því, annað væri óeðlilegt í rauninni. Þrátt fyrir að ég telji okkur hafa undirbúið vel þá er alltaf smá skjálfti. Mér fannst þær vinna sig vel inn í leikinn, þetta var spurning um fyrstu 10-15 mínúturnar, að fara í gegnum þær og það fór bara eins og við ætluðum okkur.“ Þó ýmislegt megi laga er margt jákvætt sem þjálfarinn tekur út úr leiknum. Aðallega segir hann mikilvægt að skjálftinn sé farinn og boltinn byrjaður að rúlla. „Margt gott og annað sem má laga. Aðallega að vera búin með fyrsta leik, gríðarlegur spenningur frá því að við förum upp í fyrra. Nú er það búið, nú bara höldum við áfram og vinnum í hlutum sem við þurfum að laga og komum enn sterkari inn.“ Umgjörðin í kringum leikinn var með besta móti. Svo gott sem full stúka og báðum liðum barst góður stuðningur þaðan. „Algjörlega til fyrirmyndar. Fólk hér í Árbænum sem heldur utan um mál á stórt hrós skilið. Fólkið sem kom á völlinn, 7-800 manns á leiknum, sem er bara frábært. Virkilega ánægður og það var stemning bæði Þróttaramegin og Fylkismegin. Þetta gefur leikjunum aukið gildi“ sagði Gunnar að lokum. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
„Virkilega ánægður með þetta stig í dag. Á heimavelli og viljum náttúrulega vinna leikina en vorum að spila á móti mjög góðu Þróttaraliði sem á eftir að vera mjög öflugt í sumar. Karakter í mínum stelpum, þær gáfust aldrei upp og þetta var opinn, skemmtilegur leikur. Mikið af færum á báða bóga, gat dottið hvoru megin sem var.“ Fylkisliðið virtist taugaóstyrkt fyrst um sinn, ekkert óeðlilegt enda nýliðar í deildinni og mikil spenna fyrir leiknum. „Ég bjóst algjörlega við því, annað væri óeðlilegt í rauninni. Þrátt fyrir að ég telji okkur hafa undirbúið vel þá er alltaf smá skjálfti. Mér fannst þær vinna sig vel inn í leikinn, þetta var spurning um fyrstu 10-15 mínúturnar, að fara í gegnum þær og það fór bara eins og við ætluðum okkur.“ Þó ýmislegt megi laga er margt jákvætt sem þjálfarinn tekur út úr leiknum. Aðallega segir hann mikilvægt að skjálftinn sé farinn og boltinn byrjaður að rúlla. „Margt gott og annað sem má laga. Aðallega að vera búin með fyrsta leik, gríðarlegur spenningur frá því að við förum upp í fyrra. Nú er það búið, nú bara höldum við áfram og vinnum í hlutum sem við þurfum að laga og komum enn sterkari inn.“ Umgjörðin í kringum leikinn var með besta móti. Svo gott sem full stúka og báðum liðum barst góður stuðningur þaðan. „Algjörlega til fyrirmyndar. Fólk hér í Árbænum sem heldur utan um mál á stórt hrós skilið. Fólkið sem kom á völlinn, 7-800 manns á leiknum, sem er bara frábært. Virkilega ánægður og það var stemning bæði Þróttaramegin og Fylkismegin. Þetta gefur leikjunum aukið gildi“ sagði Gunnar að lokum.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira