Krakkalæti og langt bann eða gult og málið dautt? Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 08:01 Heimir og Aron (t.h.) voru ósammála um hvernig bæri að refsa Grétari (t.v.) fyrir tæklingu hans í gærkvöld. Vísir/Samsett Skiptar skoðanir eru um rautt spjald sem Grétar Snær Gunnarsson fékk að líta í stórleik gærkvöldsins í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Þjálfari hans hjá FH skilur ekkert í dómnum en leikmaður Vals segir hann hafa hagað sér eins og barn. Grétar Snær fékk rauða spjaldið seint í leiknum, á 86. mínútu, fyrir tæklingu á Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, sem lá óvígur eftir. Stimpingar brutust út milli manna í kjölfarið Einhver læti höfðu verið í leiknum og harka inn á milli, líkt og eðlilegt er, en til að mynda fengu Ísak Óli Ólafsson og Aron Jóhannsson að líta gult spjald hvor eftir viðskipti þeirra á milli í fyrri hálfleiknum. Aron sagði það eðlilegt í viðtali við RÚV eftir leik en hegðun Grétars hefði verið út fyrir öll velsæmismörk. „Það var bara smá kítingur, hafa smá hita í þessu. Svo kemur Grétar Snær með tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann, hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum,“ „Það er munur á að vera með heimskuleg brot og smá æsing, hann greinilega espaðist svona mikið upp við þetta og hagaði sér eins og lítill krakki á vellinum,“ segir Aron. „Tækling sem verðskuldar margra leikja bann. Greinilega espaðist hann svona upp við þetta að hann hagaði sér eins og lítill krakki,“ segir Aron Jó. En Heimir segir: „Fyrir einu ári síðan hefði þetta bara verið gult spjald.“ @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/WhZJRV80eK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Gult í fyrra segir Heimir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var á allt öðru máli. Mikið hefur verið rætt um harðari línu dómara í upphafi móts í ár en býsna mörg gul spjöld litu dagsins ljós í fyrstu umferð deildarinnar, nánast tvöföldun frá fyrstu umferð í fyrra. Áherslur dómara í ár snerta þó frekar á mótmælum við dómum og leiktöfum en Heimi virðist þykja línan hafa færst almennt og að tækling Grétars hafi heldur verðskuldað gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult,“ segir Heimir við Vísi. Tæklinguna má sjá að ofan. FH Valur Besta deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Grétar Snær fékk rauða spjaldið seint í leiknum, á 86. mínútu, fyrir tæklingu á Adam Ægi Pálsson, leikmann Vals, sem lá óvígur eftir. Stimpingar brutust út milli manna í kjölfarið Einhver læti höfðu verið í leiknum og harka inn á milli, líkt og eðlilegt er, en til að mynda fengu Ísak Óli Ólafsson og Aron Jóhannsson að líta gult spjald hvor eftir viðskipti þeirra á milli í fyrri hálfleiknum. Aron sagði það eðlilegt í viðtali við RÚV eftir leik en hegðun Grétars hefði verið út fyrir öll velsæmismörk. „Það var bara smá kítingur, hafa smá hita í þessu. Svo kemur Grétar Snær með tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann, hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum,“ „Það er munur á að vera með heimskuleg brot og smá æsing, hann greinilega espaðist svona mikið upp við þetta og hagaði sér eins og lítill krakki á vellinum,“ segir Aron. „Tækling sem verðskuldar margra leikja bann. Greinilega espaðist hann svona upp við þetta að hann hagaði sér eins og lítill krakki,“ segir Aron Jó. En Heimir segir: „Fyrir einu ári síðan hefði þetta bara verið gult spjald.“ @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/WhZJRV80eK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Gult í fyrra segir Heimir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var á allt öðru máli. Mikið hefur verið rætt um harðari línu dómara í upphafi móts í ár en býsna mörg gul spjöld litu dagsins ljós í fyrstu umferð deildarinnar, nánast tvöföldun frá fyrstu umferð í fyrra. Áherslur dómara í ár snerta þó frekar á mótmælum við dómum og leiktöfum en Heimi virðist þykja línan hafa færst almennt og að tækling Grétars hafi heldur verðskuldað gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult,“ segir Heimir við Vísi. Tæklinguna má sjá að ofan.
FH Valur Besta deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira