„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 13:01 Þorvaldur Orri Árnason fagnar sigurkörfunni sinni. S2 Sport Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Þorvaldur Orri er á sínu fyrsta tímabili í Njarðvík og hann skoraði í gær sigurkörfu sem verður talað um lengi. Það voru aðeins 0,9 sekúndur eftir af leiknum og Njarðvíkingar voru tveimur stigum undir. Þorvaldur fékk boltann langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lét vaða. Boltinn rataði rétta leið og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslitin. Subway Körfuboltakvöld valdi Þorvald Orra að sjálfsögðu PlayAir leiksins fyrir þessa stórkostlegu sigurkörfu sína en hann var þó bara með níu stig í leiknum. „Maður er bara í spennufalli hérna eftir þennan magnaða körfuboltaleik. Hetja kvöldsins er sestur hérna hjá hjá okkur, PlayAir leiksins, Þorvaldur Orri. Það liggur beinast við að spyrja, hvernig líður þér núna,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég er enn þá að melta þetta. Maður getur eiginlega ekki lýst þessu þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Þorvaldur Orri en hvernig var þetta teiknað upp hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur? Mario átti að fá boltann „Mario (Matasovic) átti að fá ‚lob' undir körfunni og reyna að jafna leikinn. Þeir lokuðu á það og ég ‚poppa' upp og var bara galopinn. Ég læt bara vaða,“ sagði Þorvaldur. „Ég stend undir körfunni og leið strax vel með þetta skot hjá þér. Leið þér eins,“ spurði Stefán. „Ég fann þetta bara strax og þegar ég sleppti honum. Þessi er inni,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er Play leiksins og þetta er náttúrulega augljóslega Play tímabilsins. Þetta er ekkert nema net. Þetta er sennilega heimskulega spurning hjá mér núna en þetta hlýtur að vera stærsta karfan sem þú hefur skorað á þínum ferli,“ spurði Stefán. „Já algjörlega. Kannski troðslan yfir Mario í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum,“ sagði Þorvaldur léttur. Rosalega stór karfa „Þú ert að skjóta liðinu í undanúrslit og þetta hefði getað verið síðasti leikurinn í sögu Ljónagryfjunnar. Þetta er rosalega stór karfa þegar kemur að sögunni,“ sagði Stefán. „Það er skemmtilegt að fá aðra seríu hér. Það var svakaleg stemmning hérna í kvöld og ég er spenntur fyrir því að sjá svona mikið af fólki í komandi seríu,“ sagði Þorvaldur. Hann fagnaði með því að setja höndina upp fyrir andlitið eins og hann væri að setja upp grímu. Hermir eftir Jalen Brunson „Ég byrjaði á þessu í úrslitakeppninni að prófa eitthvað nýtt. Ég sá Jalen Brunson geri þetta í leik með Knicks og mér fannst það flott. Um leið og ég byrja að setja niður þriggja stiga skotin þá get ég gert þetta aftur,“ sagði Þorvaldur. „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka. Það er bara geggjað,“ sagði Þorvaldur. Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Þorvaldur Orri
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik