Fjölmenn mótmæli vegna ofbeldisbylgju í Ástralíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 10:24 Mótmælt var í Canberra, Melbourne, Sydney og á fleiri stöðum. EPA Þúsundir Ástrala gengu til mótmæla í dag vegna ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir landið á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra segir að um þjóðarkrísu ræðir og heitir aðgerðum. Fjallað er um mótmælin á vef BBC, þar sem segir að kröfur mótmælenda séu að neyðarástandi vegna kynbundins ofbeldis verði lýst yfir á landsvísu. Ný löggjöf vegna kynbundins ofbeldis verði forgangsmál. Martina Ferrara, einn af skipuleggjendum mótmælanna, sagði þörf á fleiri möguleikum þegar kæmi að því að tilkynna kynbundið ofbeldi. „Og við viljum að yfirvöld viðurkenni að upp sé komið neyðarástand og grípi til aðgerða strax.“ Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu flutti ræðu á mótmælunum í höfuðborginni Canberra í dag. Hann segir ástandið þjóðarkrísu. Hann viðurkenndi að yfirvöld á öllum stigum þyrftu að gera betur í tengslum við kynbundið ofbeldi. „Við verðum að breyta menningunni, viðmótinu, dómskerfinu og nálgun allra yfirvalda,“ sagði hann. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekki kvennanna að bæta þetta. Karlarnir þurfa að breyta viðhorfi karlanna.“ Kveikjan að mótmælunum var stunguárás sem gerð var í verslunarmiðstöð í Sydney fyrr í mánuðinum, þegar maður gekk um og stakk sex til bana, fimm konur og öryggisvörð sem freistaði þess að stöðva árásarmanninn. Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árásin hafi beinst gegn konum. Samkvæmt gögnum frá baráttuhópnum Destroy the Joint voru 27 konur drepnar fyrstu 119 dagana á árinu. Ástralía Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fjallað er um mótmælin á vef BBC, þar sem segir að kröfur mótmælenda séu að neyðarástandi vegna kynbundins ofbeldis verði lýst yfir á landsvísu. Ný löggjöf vegna kynbundins ofbeldis verði forgangsmál. Martina Ferrara, einn af skipuleggjendum mótmælanna, sagði þörf á fleiri möguleikum þegar kæmi að því að tilkynna kynbundið ofbeldi. „Og við viljum að yfirvöld viðurkenni að upp sé komið neyðarástand og grípi til aðgerða strax.“ Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu flutti ræðu á mótmælunum í höfuðborginni Canberra í dag. Hann segir ástandið þjóðarkrísu. Hann viðurkenndi að yfirvöld á öllum stigum þyrftu að gera betur í tengslum við kynbundið ofbeldi. „Við verðum að breyta menningunni, viðmótinu, dómskerfinu og nálgun allra yfirvalda,“ sagði hann. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekki kvennanna að bæta þetta. Karlarnir þurfa að breyta viðhorfi karlanna.“ Kveikjan að mótmælunum var stunguárás sem gerð var í verslunarmiðstöð í Sydney fyrr í mánuðinum, þegar maður gekk um og stakk sex til bana, fimm konur og öryggisvörð sem freistaði þess að stöðva árásarmanninn. Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árásin hafi beinst gegn konum. Samkvæmt gögnum frá baráttuhópnum Destroy the Joint voru 27 konur drepnar fyrstu 119 dagana á árinu.
Ástralía Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31
Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47