„Veit ekki af hverju ég ætti að vera að láta mig detta“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 18:45 Ari Sigurpálsson átti flottan leik í dag. Vísir/Diego Ari Sigurpálsson átti góðan leik þegar Víkingur Reykjavík vann 4-2 heimasigur á KA í Bestu deild karla. Ari bjóst við erfiðum leik sem varð raunin. „Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
„Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Fótbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28