Kolefnasporlausir bílar fyrir 2030? Polestar er með plan Brimborg 8. maí 2024 15:25 Polestar 3 er 100 % rafknúinn jeppi sem smellpassar inn í íslenskar aðstæður. Rafbílar eru umhverfisvænni kostur og sá samgöngumáti sem framtíðin snýst um. Rafbílar skilja þó eftir sig kolefnisspor við framleiðslu en er yfir höfuð hægt að fara fram á að bíll sé algjörlega sporlaus kolefnislega séð? Sænski bílaframleiðandinn Polestar segir „já, og við ætlum að græja það!“ Og þau eru ekki að tala um að gróðursetja tré á móti hverjum bíl sem rúllar af færibandinu. Núll verkefnið, eða Project 0 er metnaðarfull áætlun Polestar um að útrýma allri losun gróðurhúsalofttegunda frá öllum þáttum aðfangakeðjunnar og framleiðsluferli Polestar bílanna og það fyrir árið 2030. Þá stefnir Polestar einnig á að fyrirtækið í heild sinni verði algjörlega kolefnishlutlaust árið 2040. Einhverjum gæti þótt þetta bratt. Polestar segir þetta heldur ekki auðvelt markmið og í raun séu þær aðferðir sem þurfi til að gera þetta ekki til í dag. Þetta markmið sé hins vegar nauðsynlegt og Polestar skorar á birgja og aðra bílaframleiðendur að vera með í Núll verkefninu. Bílaiðnaðurinn eigi mikið inni þegar kemur að umhverfismálum og ætti að vera drifkrafturinn í átt að sjálfbærri ferðamáta með tækni og nýsköpun í hönnun að vopni. Sú sérfræðiþekking sem skapist, innsýn og þær lausnir sem komi út úr verkefninu þegar allir leggist á eitt komi öllum að gagni. Á vefsíðu Polestar má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu sem snýr að allri koltvísýringslosun sem tengist aðfangakeðjunni, allt frá námuvinnslu á þeim steinefnum sem m.a notuð eru í rafhlöðuframleiðslu, hráefnisvinnslu, efnishreinsun og framleiðslu, til flutninga á landi og sjó. Koma hreint fram við neytendur Polestar hamrar á að gagnsæi sé lykilatriði í vegferð að sjálfbærri ferðamáta og að neytendur eigi að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar kemur að bílakaupum. Í takt við það hefur Polestar síðan árið 2020 gefið út tölur yfir LCA eða lífsferilsgreiningu (e. Life cycle assessment) sem segja til um heildstæð umhverfisáhrif hvers bíls sem fyrirtækið framleiðir, frá fyrsta skrefi í framleiðsluferlinu þar til bíllinn rúllar út úr verksmiðjunni (cradel to gate). 9% minni losun milli ára á hvern seldan bíl Í nýútkominni sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2023 kemur fram að 9% minnkun varð í hlutfallslegri losun gróðurhúsalofttegunda fyrir hvern bíl sem seldur var á síðasta ári. Þetta jafngildir lækkun um 3,4 tCO2íg samanborið við árið 2022. Að baki þessum árangri liggur meðal annars vel ígrunduð notkun á efnum sem hafa minni loftslagsáhrif, endurnýjanleg orka í bíla- og rafhlöðuframleiðslu og betri orkunýtingu þegar bíllinn er kominn í notkun. Á síðasta ári efldi Polestar einnig ferlið við rekjanleika steinefna eins og lithíum og nikkel sem Polestar notar meðal annars í rafhlöður Polestar 3. Hvernig er þetta að skilar í bílum Polestar? Stefna Polestar er að fimm tegundir ólíkra rafbíla verði komnar í framleiðslu árið 2026. Polestar 2, rafknúni hlaðbakurinn kom á markað 2019. Polestar 3 jeppinn var kynntur fyrr á þessu ári og er væntanlegur til Íslands í byrjun júní. Polestar 4 ný tegund af coupe jeppa er að smella inn á markaðinn í nokkrum áföngum frameftir árinu 2024 og sýningareintak kemur til Íslands um miðjan maí og Polestar 5, rafknúinn fjögurra dyra GT og Polestar 6, rafknúinn roadster koma á markað fljótlega Í vetur var tilkynnt að Polestar 4 hefur minnsta kolefnisspor allra Polestarbíla til þessa eða 19,4 tCO2íg. En þar sem jeppar eru sú bílategund sem skilur eftir sig hvað dýpsta kolefnissporið yfirleitt og líka sú tegund sem dugar hvað best við íslenskar aðstæður er sérstaklega spennandi að skoða kolefnisspor Polestar 3. LCA tala Polestar 3 er 24.7 tCO2íg sem er minna kolefnisspor kominn úr verksmiðjunni en hlaðbaksins Polestar 2 þegar sá bíll kom fyrst á markað. Polestar 3 er 100% rafknúinn jeppi sem vegur meira en tvö og hálft tonn, með rafhlöðu upp á hátt í 630 km drægni. LCA tala Polestar 3 er 24.7 tCO2íg sem er minna kolefnisspor frá fyrsta framleiðsluskrefi og út úr verksmiðjunni en hlaðbaksins Polestar 2 fyrst þegar sá bíll kom á markað. Þarna spilar lykilhlutverk endurnýjanleg orka við álframleiðslu og við framleiðslu rafhlöðunnar í Polestar 3. Því skal þó haldið til haga að kolefnisspor Polestar 2 hefur minnkað um þrjú tonn á þremur árum og er nú 22,4-23,1 tCO2íg. Það er ekki síst sú þekking og þróun sem hefur átt sér stað við framleiðslu Polestar 2 sem er að skila sér í lágu spori Polestar 4. Umhverfismildari jeppi Og sjálfbærni Polestar 3 liggur í fleiru. Innan í hurðir og í geymsluhólfum er notaður hör sem ræktaður er í Evrópu og er 40% léttari og inniheldur auk þess 50% minna plast en hefðbundin efni í sama tilgangi. Sætin eru bólstruð með sérstöku Micro tech vegan leðri og teppin unnin úr endurnýttu plasti, sem kemur meðal annars úr fiskinetum. Í bólstrun er einnig notað svokallað Nappa leður og ull sem bæði standast kröfur um dýravelferð og eru upprunarekjanleg. Í 80 % ál innréttinga í Polestar 3 er endurnýtt ál úr öðrum iðnaði. Þá leggur Polestar áherslu á gagnsæi og rekjanleika þeirra efna sem notuð eru í framleiðsluna, sérstaklega þeirra málma sem notaðar eru í rafhlöðuna en námuvinnslu á slíkum málmum getur fylgt á hætta á spillingu og ómannúðlegum aðstæðum verkafólks. Polestar notar málma sem er hægt að rekja gegnum Conflict Mineral Reporting, sem stuðlar að málmbræðsluverum sem uppfylla RMAP ( Responsible Minerals Assurance Program). Gengur plan Polestar upp Auðvitað hljómar þetta nokkuð bratt, að kolefnasporlaus bíll rúlli af færibandinu árið 2030, það eru ekki nema sex ár þangað til. Polestar virðist hins vegar full alvara með Núll verkefnið og gangast við því að bílaiðnaðurinn verði að axla ábyrgð á nýsköpun og þróun í átt að sjálfbærum ferðamáta. Polestar hefur þegar sýnt fram á árangur og náð að minnka kolefnisspor þeirra bíla sem komnir eru í framleiðslu, sem eru góðar fréttir fyrir umhverfið og neytendur. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með þróuninni hjá Polestar. Bílar Vistvænir bílar Orkumál Loftslagsmál Tækni Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Og þau eru ekki að tala um að gróðursetja tré á móti hverjum bíl sem rúllar af færibandinu. Núll verkefnið, eða Project 0 er metnaðarfull áætlun Polestar um að útrýma allri losun gróðurhúsalofttegunda frá öllum þáttum aðfangakeðjunnar og framleiðsluferli Polestar bílanna og það fyrir árið 2030. Þá stefnir Polestar einnig á að fyrirtækið í heild sinni verði algjörlega kolefnishlutlaust árið 2040. Einhverjum gæti þótt þetta bratt. Polestar segir þetta heldur ekki auðvelt markmið og í raun séu þær aðferðir sem þurfi til að gera þetta ekki til í dag. Þetta markmið sé hins vegar nauðsynlegt og Polestar skorar á birgja og aðra bílaframleiðendur að vera með í Núll verkefninu. Bílaiðnaðurinn eigi mikið inni þegar kemur að umhverfismálum og ætti að vera drifkrafturinn í átt að sjálfbærri ferðamáta með tækni og nýsköpun í hönnun að vopni. Sú sérfræðiþekking sem skapist, innsýn og þær lausnir sem komi út úr verkefninu þegar allir leggist á eitt komi öllum að gagni. Á vefsíðu Polestar má sjá lista yfir þau fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu sem snýr að allri koltvísýringslosun sem tengist aðfangakeðjunni, allt frá námuvinnslu á þeim steinefnum sem m.a notuð eru í rafhlöðuframleiðslu, hráefnisvinnslu, efnishreinsun og framleiðslu, til flutninga á landi og sjó. Koma hreint fram við neytendur Polestar hamrar á að gagnsæi sé lykilatriði í vegferð að sjálfbærri ferðamáta og að neytendur eigi að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar kemur að bílakaupum. Í takt við það hefur Polestar síðan árið 2020 gefið út tölur yfir LCA eða lífsferilsgreiningu (e. Life cycle assessment) sem segja til um heildstæð umhverfisáhrif hvers bíls sem fyrirtækið framleiðir, frá fyrsta skrefi í framleiðsluferlinu þar til bíllinn rúllar út úr verksmiðjunni (cradel to gate). 9% minni losun milli ára á hvern seldan bíl Í nýútkominni sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2023 kemur fram að 9% minnkun varð í hlutfallslegri losun gróðurhúsalofttegunda fyrir hvern bíl sem seldur var á síðasta ári. Þetta jafngildir lækkun um 3,4 tCO2íg samanborið við árið 2022. Að baki þessum árangri liggur meðal annars vel ígrunduð notkun á efnum sem hafa minni loftslagsáhrif, endurnýjanleg orka í bíla- og rafhlöðuframleiðslu og betri orkunýtingu þegar bíllinn er kominn í notkun. Á síðasta ári efldi Polestar einnig ferlið við rekjanleika steinefna eins og lithíum og nikkel sem Polestar notar meðal annars í rafhlöður Polestar 3. Hvernig er þetta að skilar í bílum Polestar? Stefna Polestar er að fimm tegundir ólíkra rafbíla verði komnar í framleiðslu árið 2026. Polestar 2, rafknúni hlaðbakurinn kom á markað 2019. Polestar 3 jeppinn var kynntur fyrr á þessu ári og er væntanlegur til Íslands í byrjun júní. Polestar 4 ný tegund af coupe jeppa er að smella inn á markaðinn í nokkrum áföngum frameftir árinu 2024 og sýningareintak kemur til Íslands um miðjan maí og Polestar 5, rafknúinn fjögurra dyra GT og Polestar 6, rafknúinn roadster koma á markað fljótlega Í vetur var tilkynnt að Polestar 4 hefur minnsta kolefnisspor allra Polestarbíla til þessa eða 19,4 tCO2íg. En þar sem jeppar eru sú bílategund sem skilur eftir sig hvað dýpsta kolefnissporið yfirleitt og líka sú tegund sem dugar hvað best við íslenskar aðstæður er sérstaklega spennandi að skoða kolefnisspor Polestar 3. LCA tala Polestar 3 er 24.7 tCO2íg sem er minna kolefnisspor kominn úr verksmiðjunni en hlaðbaksins Polestar 2 þegar sá bíll kom fyrst á markað. Polestar 3 er 100% rafknúinn jeppi sem vegur meira en tvö og hálft tonn, með rafhlöðu upp á hátt í 630 km drægni. LCA tala Polestar 3 er 24.7 tCO2íg sem er minna kolefnisspor frá fyrsta framleiðsluskrefi og út úr verksmiðjunni en hlaðbaksins Polestar 2 fyrst þegar sá bíll kom á markað. Þarna spilar lykilhlutverk endurnýjanleg orka við álframleiðslu og við framleiðslu rafhlöðunnar í Polestar 3. Því skal þó haldið til haga að kolefnisspor Polestar 2 hefur minnkað um þrjú tonn á þremur árum og er nú 22,4-23,1 tCO2íg. Það er ekki síst sú þekking og þróun sem hefur átt sér stað við framleiðslu Polestar 2 sem er að skila sér í lágu spori Polestar 4. Umhverfismildari jeppi Og sjálfbærni Polestar 3 liggur í fleiru. Innan í hurðir og í geymsluhólfum er notaður hör sem ræktaður er í Evrópu og er 40% léttari og inniheldur auk þess 50% minna plast en hefðbundin efni í sama tilgangi. Sætin eru bólstruð með sérstöku Micro tech vegan leðri og teppin unnin úr endurnýttu plasti, sem kemur meðal annars úr fiskinetum. Í bólstrun er einnig notað svokallað Nappa leður og ull sem bæði standast kröfur um dýravelferð og eru upprunarekjanleg. Í 80 % ál innréttinga í Polestar 3 er endurnýtt ál úr öðrum iðnaði. Þá leggur Polestar áherslu á gagnsæi og rekjanleika þeirra efna sem notuð eru í framleiðsluna, sérstaklega þeirra málma sem notaðar eru í rafhlöðuna en námuvinnslu á slíkum málmum getur fylgt á hætta á spillingu og ómannúðlegum aðstæðum verkafólks. Polestar notar málma sem er hægt að rekja gegnum Conflict Mineral Reporting, sem stuðlar að málmbræðsluverum sem uppfylla RMAP ( Responsible Minerals Assurance Program). Gengur plan Polestar upp Auðvitað hljómar þetta nokkuð bratt, að kolefnasporlaus bíll rúlli af færibandinu árið 2030, það eru ekki nema sex ár þangað til. Polestar virðist hins vegar full alvara með Núll verkefnið og gangast við því að bílaiðnaðurinn verði að axla ábyrgð á nýsköpun og þróun í átt að sjálfbærum ferðamáta. Polestar hefur þegar sýnt fram á árangur og náð að minnka kolefnisspor þeirra bíla sem komnir eru í framleiðslu, sem eru góðar fréttir fyrir umhverfið og neytendur. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með þróuninni hjá Polestar.
Bílar Vistvænir bílar Orkumál Loftslagsmál Tækni Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira