Í tilkynningu lögreglu segir að nú hafi bifhjólin farið um gatnamót Hringbrautar og Vatnsmýrarvegar og því ætti umferðin að ganga þar áfram með eðlilegum hætti.
Hópurinn fór frá Grandagarði kl. 12. Þaðan lá leiðin um Mýrargötu, Geirsgötu, Lækjargötu, Fríkirkjuveg, Sóleyjargötu, Gömlu Hringbraut, Vatnsmýrarveg, Hlíðarfót og Nauthólsveg, en aksturinn endar við Háskólann í Reykjavík.
Gera má ráð fyrir að umrædd hópkeyrsla standi yfir í allt að klukkustund, þ.e. frá Grandagarði að Háskólanum í Reykjavík.