Eyþór Þorbergsson, saksóknari hjá lögreglunni fyrir norðan, staðfestir í samtali við fréttastofu að sóst verði eftir frekara gæsluvarðhaldi, en segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hversu langs tíma verði krafist.
Hann getur ekki tjáð sig um rannsókn málsins að öðru leyti.
Lögreglan var kölluð að húsinu við Kjarnagötu klukkan hálf fimm að morgni mánudagsins 22. apríl.
Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi.
Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, sagði við Vísi í lok síðasta mánaðar að „ástand á vettvangi og á hinni látnu báru þess merki að það þyrfti að rannsaka þetta á þennan hátt.“