Þambar kakó og rjóma eftir magnað afrek: „Upp og niður eins og lífið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 14:36 Andri Guðmundsson hljóp tæpa 350 kílómetra áður en hann ákvað að láta staðar numið. VÍSIR/VILHELM Andri Guðmundsson var eðlilega stoltur eftir að hafa hlaupið 348,4 kílómetra og verið einn þeirra sem bættu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í dag. Andri endaði í 3. sæti keppninnar og náði lengst karla en hann hljóp alls 52 hringi á jafnmörgum klukkustundum, eða 348,4 kílómetra. „Þetta er búið að vera geggjað alveg frá fyrstu mínútu, og ég vona að það hafi sést. Það fer enginn í svona hlaup nema að hann hafi gaman af því,“ sagði Andri hlæjandi við Garp I. Elísabetarson þegar hann hafði lokið keppni. „Það er algengur misskilningur, hjá þeim sem ekki hafa prófað svona, að maður byrji geggjað ferskur á hring eitt og svo smám saman endi maður algjörlega þrotaður, og það dragi af manni á hverjum hring. En þetta er alls ekki þannig. Þetta er upp og niður, eins og lífið. Maður á góða hringi og slæma hringi, og sveiflast upp og niður,“ sagði Andri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Andri sáttur eftir met í bakgarðshlaupi Hætti eftir mikið sálarstríð: „Flestir sjá eftir því daginn eftir“ En hvað leiddi svo til þess að hann ákvað loksins að láta gott heita, eftir 52 hringi? „Það er oft sagt í svona ultrahlaupum að maður sé ekki góður að reikna. Maður er ekkert rosalega góður í að taka ákvarðanir. Þetta er bara einhver blanda af ýmsum þáttum, líkamlegum og andlegum. Þetta er mikið sálarstríð,“ sagði Andri en hann hætti einum hring eftir að hafa slegið Íslandsmetið, með þeim Mari Järsk og Elísu Kristinsdóttur. Elísa Kristinsdóttir, Mari Järsk og Andri Guðmundsson komu saman í mark þegar þau slógu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM „Við erum búin að vera í verkefni. Það lá fyrir, fyrir 27 tímum, að við værum að fara að reyna að bæta Íslandsmetið. Fyrst vorum við fjögur, og svo hætti Sif að hlaupa eftir þrjátíu hringi. Þá áttum við eftir að hlaupa 21 hring. Þetta er hópvinna. Fólk sér þetta sem einstaklingssport en það er það ekki. Það þarf töluverðan fjölda til að bakgarðshlaup fari langt. Þetta er svo harður húsbóndi þetta hlaup. Það þarf ekki nema hálftíma dýfu til að maður sé „out“. Við ætluðum að gera okkar besta til að slá Íslandsmetið, og svo er þetta búin að vera stöðug vinna í hópnum. Það tókst. Þetta er liðsvinna. Svo er spennufall þegar það næst. Það eru alls konar þættir sem hafa áhrif á þetta [að maður hætti], og flestir sjá eftir því strax daginn eftir. „Af hverju í fjandanum var ég að hætta? Ég hefði alveg getað rúllað einn hring í viðbót, ég var búinn að fara 52. Hversu slæmt var þetta eiginlega orðið?“ Þakklátur fjölskyldu og vinum „Nei, nei, ég er mjög sáttur og bara fullur af þakklæti. Búinn að vera með fjölskylduna hjá mér… eiginkona mína, pabba og vini að „krúa“ mig. Endalaust af vinum sem hafa komið að hvetja og allir peppararnir hjá hinum. Þetta er stórkostlegt og það er alveg ástæða fyrir því að þetta er orðið svona vinsælt um allan heim,“ sagði Andri. En hvað ætlar hann að fá sér að borða eftir öll þessi hlaup? „Ég er ekki viss um að það verði alveg reglulegir matartímar næstu klukkutímana. Ég fer og lúðra einhverju í mig, og rjóma. Rjómi, sykur og kakó. Drekka lítra af súkkulaðimjólk með rjóma, ég byrja á því,“ sagði Andri léttur. Allt viðtalið við Andra má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13 Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35 Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Andri endaði í 3. sæti keppninnar og náði lengst karla en hann hljóp alls 52 hringi á jafnmörgum klukkustundum, eða 348,4 kílómetra. „Þetta er búið að vera geggjað alveg frá fyrstu mínútu, og ég vona að það hafi sést. Það fer enginn í svona hlaup nema að hann hafi gaman af því,“ sagði Andri hlæjandi við Garp I. Elísabetarson þegar hann hafði lokið keppni. „Það er algengur misskilningur, hjá þeim sem ekki hafa prófað svona, að maður byrji geggjað ferskur á hring eitt og svo smám saman endi maður algjörlega þrotaður, og það dragi af manni á hverjum hring. En þetta er alls ekki þannig. Þetta er upp og niður, eins og lífið. Maður á góða hringi og slæma hringi, og sveiflast upp og niður,“ sagði Andri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Andri sáttur eftir met í bakgarðshlaupi Hætti eftir mikið sálarstríð: „Flestir sjá eftir því daginn eftir“ En hvað leiddi svo til þess að hann ákvað loksins að láta gott heita, eftir 52 hringi? „Það er oft sagt í svona ultrahlaupum að maður sé ekki góður að reikna. Maður er ekkert rosalega góður í að taka ákvarðanir. Þetta er bara einhver blanda af ýmsum þáttum, líkamlegum og andlegum. Þetta er mikið sálarstríð,“ sagði Andri en hann hætti einum hring eftir að hafa slegið Íslandsmetið, með þeim Mari Järsk og Elísu Kristinsdóttur. Elísa Kristinsdóttir, Mari Järsk og Andri Guðmundsson komu saman í mark þegar þau slógu Íslandsmetið í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM „Við erum búin að vera í verkefni. Það lá fyrir, fyrir 27 tímum, að við værum að fara að reyna að bæta Íslandsmetið. Fyrst vorum við fjögur, og svo hætti Sif að hlaupa eftir þrjátíu hringi. Þá áttum við eftir að hlaupa 21 hring. Þetta er hópvinna. Fólk sér þetta sem einstaklingssport en það er það ekki. Það þarf töluverðan fjölda til að bakgarðshlaup fari langt. Þetta er svo harður húsbóndi þetta hlaup. Það þarf ekki nema hálftíma dýfu til að maður sé „out“. Við ætluðum að gera okkar besta til að slá Íslandsmetið, og svo er þetta búin að vera stöðug vinna í hópnum. Það tókst. Þetta er liðsvinna. Svo er spennufall þegar það næst. Það eru alls konar þættir sem hafa áhrif á þetta [að maður hætti], og flestir sjá eftir því strax daginn eftir. „Af hverju í fjandanum var ég að hætta? Ég hefði alveg getað rúllað einn hring í viðbót, ég var búinn að fara 52. Hversu slæmt var þetta eiginlega orðið?“ Þakklátur fjölskyldu og vinum „Nei, nei, ég er mjög sáttur og bara fullur af þakklæti. Búinn að vera með fjölskylduna hjá mér… eiginkona mína, pabba og vini að „krúa“ mig. Endalaust af vinum sem hafa komið að hvetja og allir peppararnir hjá hinum. Þetta er stórkostlegt og það er alveg ástæða fyrir því að þetta er orðið svona vinsælt um allan heim,“ sagði Andri. En hvað ætlar hann að fá sér að borða eftir öll þessi hlaup? „Ég er ekki viss um að það verði alveg reglulegir matartímar næstu klukkutímana. Ég fer og lúðra einhverju í mig, og rjóma. Rjómi, sykur og kakó. Drekka lítra af súkkulaðimjólk með rjóma, ég byrja á því,“ sagði Andri léttur. Allt viðtalið við Andra má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13 Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35 Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
„Þetta er ekki fyrir hvern sem er“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hrósar langhlaupurunum þremur sem slógu Íslandsmet í Öskjuhlíð um hádegið í dag, í hástert. Afrekið sé magnað. 6. maí 2024 14:13
Slógu Íslandsmetið saman Þau Mari Järsk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Það var falleg stund er þau leiddust yfir línuna. 6. maí 2024 13:35
Bakgarðshlaupið í beinni útsendingu Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa fer fram í Öskjuhlíðinni um helgina. Hundruð hlaupara eru skráðir til leiks og munu þeir hlaupa 6,7 kílómetra hring á klukkutímafresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. 4. maí 2024 08:33