Valur vann 3-2 sigur þrátt fyrir að vera manni færri lungann úr leiknum. Adam Ægir Pálsson fékk reisupassann og beint í kjölfarið var þjálfara hans, Arnari Grétarssyni, sömuleiðis vísað upp í stúku vegna mótmæla.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö lagleg mörk, þar á meðal eitt úr aukaspyrnu og þá var umdeilt að mark Jasons Daða Svanþórssonar fyrir Blika var dæmt af snemma leiks.
Öll helstu atvikin má sjá í spilaranum að ofan.