„Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. maí 2024 09:03 Þórdís sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Vilhelm Gunnarsson „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. Þórdís hefur starfað sem þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá árinu 2019 ásamt því að starfa við dagskrárgerð á Stöð 2. Fyrir það starfaði hún sem fræðslustjóri hjá Sýn og blaðamaður bæði á Vísi og Fréttablaðinu. Þórdís er mikil útivistarkona.Aðsend Þórdís sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Þórdís Valsdóttir Aldur? 36 ára Starf? Starfstitill minn er forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn, en í því felst að leiða útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, X977, FM957, Gullbylgjuna, Léttbylgjuna, Íslensku bylgjuna ásamt hlaðvarpsheiminum TAL. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Heimilislífið er ekki alveg hefðbundið! En ég bý með dætrum mínum Bryndísi Aðalbjörgu og Þórhildi aðra hvora viku og hina vikuna deili ég heimili með Hermanni Sigurðssyni unnusta mínum. Hvað er á döfinni? Það er svo margt skemmtilegt á döfinni! Sumarið er að bresta á og ég bind miklar vonir við sól, útivist og samveru. Svo er allt á fullu í vinnunni, Bylgjulestin rúllar af stað í júní og almenn sumargleði. Þín mesta gæfa í lífinu? Eftir að maður eignast börn er nánast óhugsandi að svara þessari spurningu á annan veg en að nefna börnin sín. Ég tel mig mjög lánsama að eiga tvær yndislegar og heilbrigðar dætur og tel það mestu gæfu mína í lífinu. Þórdís ásamt dætrum sínum.Aðsend Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já, tvímælalaust! Ég hef á síðustu árum hugað í auknum mæli að heilsunni. Ég stunda líkamsrækt nánast daglega og var að enda við að ljúka áskorun sem fól í sér að hreyfa mig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag í heilt ár! Með því var ég að sanna fyrir sjálfri mér að maður hefur ALLTAF tíma til að stunda einhverskonar hreyfingu. Ég vil meina að hreyfing sé allra meina bót og ég finn að áhrifin eru ekki síður andleg eins og líkamleg. Ég viðurkenni þó að ég mætti vera einbeittari í því að passa mataræðið og svefninn því næring og svefn skipta jafn miklu, ef ekki meira máli, eins og hreyfing til að stuðla að heilbrigði. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Ísland er svo ómótstæðilegt land að það er erfitt að velja, en ég held að ég verði að segja Lónið. Það er hálfgerður brandari milli mín og Hemma að ég þykist vera úr Lóninu, en í fyrra tjölduðum við þar og fegurðin er rosaleg! Fallegasti staður sem ég hef heimsótt utan Íslands er Costa Rica. Aðsend Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég veit ekkert meira nærandi heldur en að fara með Hemma út úr bænum, finna einhvern góðan gististað og kúpla okkur út. Við höfum ferðast mikið um landið en samt finnst mér ég rétt að byrja að kynnast landinu! Hvað hefur mótað þig mest? Að missa elstu systur mína, en hún lést þegar ég var 14 ára gömul. Að upplifa slíkan missi á þessum aldri var mjög mótandi. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er hryllilega léleg í því að horfa á sjónvarp satt að segja en ég er ný búin að klára allar Breaking Bad þáttaraðirnar (í annað sinn) og er að reyna að horfa á Better Call Saul. Uppskrift að drauma sunnudegi? Dagurinn byrjar á því að ég sef út, svo færir Hemmi mér kaffi í rúmið. Ég er snertisjúk svo ég myndi vilja knúsa dætur mínar óspart og henda mér svo í létta fjallgöngu. Svo myndi ég fara í sund í góða veðrinu, borða góðan kvöldmat (sem ég elda ekki sjálf…) og enda daginn með góða hljóðbók í eyrunum og sofa vært. Þórdís segir hreyfing vera allra meina bót.Aðsend Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég er mjög spennt að gifta mig, ég held að það verði brjálað stuð. Annars eru ótal hlutir sem ég á eftir að upplifa og fullt af stöðum sem ég þrái að heimsækja. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er skuggalega góð í því að gera mig rangeyga á öðru auganu! Sturluð staðreynd um þig? Ég kann ekki að borða kjúklingavængi.. né leggi. Það gleymdist að kenna mér að borða kjúkling af beini. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og spænsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mögulega skrýtnasta heilræði sem til er en góður maður sagði einu sinni við mig „Stundum þarftu bara að vera aðeins meiri fáviti“ og það hefur gagnast mér mikið! Aðsend Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég tek oftast upp símann, því miður. Annars byrjar dagurinn ekki fyrr en ég er búin með fyrsta kaffibollann, helst uppi í rúmi. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Set hljóðbók í gang á Storytel og sofna við hana. Fyrsti kossinn? Ég man eiginlega ekki eftir fyrsta kossinum, en það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu þegar ég var ung og við „kepptum“ í kossum. Ein góð vinkona mín átti metið, þá kyssti hún kærastann sinn linnulaust (mömmukoss svo það sé á hreinu) í rúmar 20 mínútur. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „What a bitch að tagga ALLAR NEMA MIG!“ (afsakið orðbragðið!) Hælar eða strigaskór? Ég er bara sirka 1.65 svo ég segi hælar. Aðsend Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég græt nú frekar oft, bæði af gleði og sorg. En ég grét síðast fyrir nokkrum dögum síðan og vil síður segja af hverju. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ég er ný flutt svo nýja heimilið mitt í heild sinni er í sérstöku uppáhaldi. En uppáhaldið mitt er líklega svefnherbergið, það er algjör griðarstaður. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Keyrumettígang með BlazRoca, Friðriki Dór og Henrik Biering klikkar aldrei. Kann textann upp á tíu og ræð ekki við mig þegar ég heyri það! Ertu A eða B týpa? Ég er rosaleg B týpa og ELSKA að sofa út þó það verði sífellt erfiðara. Hemmi vill meina að ég hafi þóst vera A týpa þegar við kynntumst en sýnt svo mínar réttu hliðar þegar ég var búin að ná honum á mitt band. Ertu með einhvern bucket-lista? Já ég er með rosalegan bucketlista sem er skipt í flokka! Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira. Ég ætla að reyna að tikka í eitt risa box í sumar og ganga loksins Laugaveginn! Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á [email protected]. Hin hliðin Ástin og lífið Sýn Reykjavík Tengdar fréttir „Ég verð að komast til Japan“ Nadía Atladóttir, knattspyrnukona, lögfræðinemi og verslunareigandi, er búsett í Garðabæ ásamt kærasta sínum Arnari Frey Ársælssyni, syni þeirra Marino og hundinum Emmu. Nadía segist spennt fyrir sumrinu þar sem fótboltasenan verður í aðalhlutverki. 6. maí 2024 07:01 „Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38 „Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. 22. apríl 2024 07:00 Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þórdís hefur starfað sem þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis á Bylgjunni frá árinu 2019 ásamt því að starfa við dagskrárgerð á Stöð 2. Fyrir það starfaði hún sem fræðslustjóri hjá Sýn og blaðamaður bæði á Vísi og Fréttablaðinu. Þórdís er mikil útivistarkona.Aðsend Þórdís sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Þórdís Valsdóttir Aldur? 36 ára Starf? Starfstitill minn er forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn, en í því felst að leiða útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, X977, FM957, Gullbylgjuna, Léttbylgjuna, Íslensku bylgjuna ásamt hlaðvarpsheiminum TAL. Fjölskyldan? Með hverjum býrðu? Heimilislífið er ekki alveg hefðbundið! En ég bý með dætrum mínum Bryndísi Aðalbjörgu og Þórhildi aðra hvora viku og hina vikuna deili ég heimili með Hermanni Sigurðssyni unnusta mínum. Hvað er á döfinni? Það er svo margt skemmtilegt á döfinni! Sumarið er að bresta á og ég bind miklar vonir við sól, útivist og samveru. Svo er allt á fullu í vinnunni, Bylgjulestin rúllar af stað í júní og almenn sumargleði. Þín mesta gæfa í lífinu? Eftir að maður eignast börn er nánast óhugsandi að svara þessari spurningu á annan veg en að nefna börnin sín. Ég tel mig mjög lánsama að eiga tvær yndislegar og heilbrigðar dætur og tel það mestu gæfu mína í lífinu. Þórdís ásamt dætrum sínum.Aðsend Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já, tvímælalaust! Ég hef á síðustu árum hugað í auknum mæli að heilsunni. Ég stunda líkamsrækt nánast daglega og var að enda við að ljúka áskorun sem fól í sér að hreyfa mig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag í heilt ár! Með því var ég að sanna fyrir sjálfri mér að maður hefur ALLTAF tíma til að stunda einhverskonar hreyfingu. Ég vil meina að hreyfing sé allra meina bót og ég finn að áhrifin eru ekki síður andleg eins og líkamleg. Ég viðurkenni þó að ég mætti vera einbeittari í því að passa mataræðið og svefninn því næring og svefn skipta jafn miklu, ef ekki meira máli, eins og hreyfing til að stuðla að heilbrigði. Fallegasti staður á landinu? En í heiminum? Ísland er svo ómótstæðilegt land að það er erfitt að velja, en ég held að ég verði að segja Lónið. Það er hálfgerður brandari milli mín og Hemma að ég þykist vera úr Lóninu, en í fyrra tjölduðum við þar og fegurðin er rosaleg! Fallegasti staður sem ég hef heimsótt utan Íslands er Costa Rica. Aðsend Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég veit ekkert meira nærandi heldur en að fara með Hemma út úr bænum, finna einhvern góðan gististað og kúpla okkur út. Við höfum ferðast mikið um landið en samt finnst mér ég rétt að byrja að kynnast landinu! Hvað hefur mótað þig mest? Að missa elstu systur mína, en hún lést þegar ég var 14 ára gömul. Að upplifa slíkan missi á þessum aldri var mjög mótandi. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég er hryllilega léleg í því að horfa á sjónvarp satt að segja en ég er ný búin að klára allar Breaking Bad þáttaraðirnar (í annað sinn) og er að reyna að horfa á Better Call Saul. Uppskrift að drauma sunnudegi? Dagurinn byrjar á því að ég sef út, svo færir Hemmi mér kaffi í rúmið. Ég er snertisjúk svo ég myndi vilja knúsa dætur mínar óspart og henda mér svo í létta fjallgöngu. Svo myndi ég fara í sund í góða veðrinu, borða góðan kvöldmat (sem ég elda ekki sjálf…) og enda daginn með góða hljóðbók í eyrunum og sofa vært. Þórdís segir hreyfing vera allra meina bót.Aðsend Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ég er mjög spennt að gifta mig, ég held að það verði brjálað stuð. Annars eru ótal hlutir sem ég á eftir að upplifa og fullt af stöðum sem ég þrái að heimsækja. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er skuggalega góð í því að gera mig rangeyga á öðru auganu! Sturluð staðreynd um þig? Ég kann ekki að borða kjúklingavængi.. né leggi. Það gleymdist að kenna mér að borða kjúkling af beini. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og spænsku. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mögulega skrýtnasta heilræði sem til er en góður maður sagði einu sinni við mig „Stundum þarftu bara að vera aðeins meiri fáviti“ og það hefur gagnast mér mikið! Aðsend Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég tek oftast upp símann, því miður. Annars byrjar dagurinn ekki fyrr en ég er búin með fyrsta kaffibollann, helst uppi í rúmi. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Set hljóðbók í gang á Storytel og sofna við hana. Fyrsti kossinn? Ég man eiginlega ekki eftir fyrsta kossinum, en það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu þegar ég var ung og við „kepptum“ í kossum. Ein góð vinkona mín átti metið, þá kyssti hún kærastann sinn linnulaust (mömmukoss svo það sé á hreinu) í rúmar 20 mínútur. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „What a bitch að tagga ALLAR NEMA MIG!“ (afsakið orðbragðið!) Hælar eða strigaskór? Ég er bara sirka 1.65 svo ég segi hælar. Aðsend Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég græt nú frekar oft, bæði af gleði og sorg. En ég grét síðast fyrir nokkrum dögum síðan og vil síður segja af hverju. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ég er ný flutt svo nýja heimilið mitt í heild sinni er í sérstöku uppáhaldi. En uppáhaldið mitt er líklega svefnherbergið, það er algjör griðarstaður. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Keyrumettígang með BlazRoca, Friðriki Dór og Henrik Biering klikkar aldrei. Kann textann upp á tíu og ræð ekki við mig þegar ég heyri það! Ertu A eða B týpa? Ég er rosaleg B týpa og ELSKA að sofa út þó það verði sífellt erfiðara. Hemmi vill meina að ég hafi þóst vera A týpa þegar við kynntumst en sýnt svo mínar réttu hliðar þegar ég var búin að ná honum á mitt band. Ertu með einhvern bucket-lista? Já ég er með rosalegan bucketlista sem er skipt í flokka! Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira. Ég ætla að reyna að tikka í eitt risa box í sumar og ganga loksins Laugaveginn! Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á [email protected].
Hin hliðin Ástin og lífið Sýn Reykjavík Tengdar fréttir „Ég verð að komast til Japan“ Nadía Atladóttir, knattspyrnukona, lögfræðinemi og verslunareigandi, er búsett í Garðabæ ásamt kærasta sínum Arnari Frey Ársælssyni, syni þeirra Marino og hundinum Emmu. Nadía segist spennt fyrir sumrinu þar sem fótboltasenan verður í aðalhlutverki. 6. maí 2024 07:01 „Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38 „Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. 22. apríl 2024 07:00 Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég verð að komast til Japan“ Nadía Atladóttir, knattspyrnukona, lögfræðinemi og verslunareigandi, er búsett í Garðabæ ásamt kærasta sínum Arnari Frey Ársælssyni, syni þeirra Marino og hundinum Emmu. Nadía segist spennt fyrir sumrinu þar sem fótboltasenan verður í aðalhlutverki. 6. maí 2024 07:01
„Oft sést ekki nógu vel út á við það sem gerist á bakvið tjöldin“ „Ég veit ekki hversu oft ég hef stigið út fyrir þægindarammann, gert hluti sem ég hefði aldrei þorað áður fyrr en lært að standa með mínu, hafa óbilandi trú á mínum boðskap og halda áfram sama hvað,“ segir Sara Snædís Ólafsdóttir, heilsuþjálfari og stofnandi Withsara. 29. apríl 2024 08:38
„Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“ „Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri. 22. apríl 2024 07:00
Upplifði sig í framandi líkama fertug og ólétt Marín Manda Magnúsdóttir starfar sem þáttastjórnandi og hugmyndasmiður í sjónvarpi ásamt því að halda úti hlaðvarpinu Spegilmyndin. Hún var landsþekkt söngkona og varð fyrirsæta aðeins nítján ára gömul en kúplaði sig út úr sviðsljósinu þegar fjölskyldulífið tók við. 11. mars 2024 07:00