Hlutfall starfandi á landinu er 77,8 prósent og atvinnuþátttaka 81,1 prósent. Hlutfall starfandi einstaklinga minnkaði um 0,6 prósentustig milli mánaða en atvinnuþátttaka lækkaði minna, um 0,2 prósentustig.
Síðasta ár hefur atvinnuleysi verið á milli 4,3 prósent og 2,3 prósent. Á síðastliðnum fimm árum náði atvinnuleysi hámarki í október 2020 og apríl 2021 þegar það mældist 8,7 prósent.